Sælir.
Ég veit það hefur oft verið rætt hér á spjallinu hvort það borgi sig að flytja sjálfur inn dekk t.d. frá USA. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá dekkjasala í dag kostar nýr umgangur að BF Goodrich 35x12,5x17 (ALL-TERRAIN T/A KO2) um 360 þús. kr. og Toyo AT um 320 þús.kr.
Á Tirerack.com kosta BF G dekkin 1130 dollara eða um 150 þús.kr. Ef reiknað er með 50 þús.kr. flutningskostnaði leggjast um 53 þús.kr. ofan á kaupverð og flutningskostnað samkvæmt reiknivélinni á Tollur.is, þannig að kostnaðurinn ætti að vera 250 - 260 þús.kr.
Í verðinu hjá Tirerack er smásöluálagning o.þh. og því má gera ráð fyrir að heildsöluverð á dekkjunum sé nokkuð lægra, þ.e. að innflytjandinn hér á landi kaupir dekkin á minna en 1130 dollara og flutningskostnaður er minni en ef einstaklingur flytur inn 4 dekk. Niðurstaðan er sú að innflytjendur og söluaðilar leggja óeðlilega mikið á dekkin og þess vegna eðlilegt að menn leiti leiða til að kaupa þessa "munaðarvöru" á lægra verði.
Ef einhver hefur reynslu af því að kaupa dekk frá Bandaríkjunum væri mjög vel þegið að fá reynslusögur af því, hjá hverjum er best að kaupa og svo framvegis.
Kveðja, Þorgeir
Flytja inn dekk
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur