Skráning á röragrind


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Skráning á röragrind

Postfrá creative » 07.jún 2015, 21:21

Eftir að hafa skoðað þráðin "Rörið - Ofurwillys" Komu nokkrar spurningar upp í kollin á mér varðandi skráningu á svona bíl.
þetta er ekki sá fyrsti sem hefur verið smíðaður byggður á röragrind en mig minnar að ég hafi séð annan jeep sem var smíðaður úr krómstál rörum (cromemoly)

Hvernig er með skráningu á svona bílum uppá að fá að keira á götum borgarinnar þarf ekki ægilegan leyfispakka, rönkenmyndaðar suður, og mengunarvottorð sem dæmi eða er þetta ekkert mál ??

Kv..




Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Skráning á röragrind

Postfrá creative » 08.jún 2015, 12:51

Er ég að tala útí tóman bláinn eða veit enginn neitt um þetta ???

hvernig var þetta með AC cobra kit bílinn hann var smíðaður hérna og hann með skráningu

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Skráning á röragrind

Postfrá Startarinn » 08.jún 2015, 18:42

Sneggsta leiðin er sennilega að slá í hann grindarnúmer sem er þegar skráð, og farga gömlu grindinni.
Miðað við hvað maður sér marga skráningarlausa bíla til sölu annað slagið, giska ég á að menn geri þetta, ég hef sjálfur gert þetta við mótorhjól sem ég smíðaði úr gömlu hjóli, ég passaði mig bara að nota þann hluta af grindinni sem númerið var á. Smíðin og upprunalega hjólið eru ekki einusinni lík.

Það á að vera hægt að skrá heimasmíðaðar grindur, en eins og þú bendir á er smá ferli að skrá heimasmíðaðan bíl, ég hef ekki kynnt mér það, en miðað við hverju maður þarf að skila inn fyrir einfalda kerru get ég ímyndað mér að það sé allt annað en auðvelt.

Norðmenn samþykktu í fyrra lög um heimasmíðaða bíla og mótorhjól, sem gera einkaaðilum kleyft að smíða sín tæki sjálfir, það er nokkuð langt síðan ég las greinina um það svo ég man ekki nákvæmlega hvert ferlið var þar, en það var ekki mjög flókið. Og maður þurfti ekki að borga vsk af vinnunni sem maður lagði í tækið eins og þarf ef maður smíðar kerru hérna heima, guð minn almáttugur ef þeir ætla að láta mann reikna vinnustundirnar við að smíða heilan bíl eins og "Rörið"
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Skráning á röragrind

Postfrá nobrks » 08.jún 2015, 18:51



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir