Síða 1 af 1
Ein "tæknispurning" um 8 cyl púst
Posted: 29.maí 2015, 21:02
frá gudmundurp
Er með Grand Cherokee 4,7 með túpu. Helvíti flott 8cyl hljóð, en á crúsinu í 1500-2000 snúningum er leiðindar niður/brúmm/ómur. Hefur einhver reynslu af því að setja "Túrbo" kút í svona eða svipaðan bíl, og hvernig hljómar hann á crúsinu, þeigir hann, losnar maður við þennan nið ? Langar pínu að halda í 8cyl hljóðið en nenni ekki að þurfa að hækka í útvarpinu eða "kalla" í farþegana úti á vegi.
Svo er purning hvað gerist ef maður setur lítinn túrbo kút fyrir aftan túpuna ?
Re: Ein "tæknispurning"
Posted: 29.maí 2015, 22:03
frá Járni
Er upprunalegt pústkerfi undir honum núna?
Re: Ein "tæknispurning"
Posted: 29.maí 2015, 22:20
frá gudmundurp
já, held að það sé upprunalegi sverleikinn á rörum, ef það er það sem þú meinar. Annars er búið að taka stóra kútinn og setja túbu í staðinn. Flott hljóð, en full mikið samt, og brúmmmar leiðinlega í jöfnu crúsi. Veistu hvernig þessir túrbókútar eru og hvort maður ætti að bæta einum svona litlum við til að þagga aðeins í honum ?
Re: Ein "tæknispurning"
Posted: 29.maí 2015, 23:10
frá Startarinn
Það er MIKILL munur á hávaða milli túpu og túrbókúts, en túrbó kúturinn drepur ekki allt skemmtilega hljóðið
Re: Ein "tæknispurning"
Posted: 29.maí 2015, 23:17
frá Freyr
Lét setja 2,5" púst með bara einum frekar opnum kút, Cherry Bomb Vertex, hvarfakútarnir eru enn til staðar. Það er í honum flott 8 cyl hljóð í hægagangi, sérstaklega þegar staðið er aftan við hann. Á keyrslu heyrist lítið sem ekkert nema þegar gefið er vel inn.
Re: Ein "tæknispurning"
Posted: 29.maí 2015, 23:18
frá gudmundurp
Ok, er það þá málið að fá sér turbo kút, ef maður vill fá 8 cyl hljóð í inngjöf, en láta hann "þegja" á 1500 - 2500 snúningum á akstri ?
Re: Ein "tæknispurning"
Posted: 29.maí 2015, 23:19
frá gudmundurp
Hvar fékkstu þennan kút, hverjir gerðu þetta ?