Síða 1 af 1

Felgur undir Defender

Posted: 28.maí 2015, 20:30
frá gulliv
Getur einhver sagt mér hvernig felgur ég á að kaupa undir Defender. Ég ætla að setja hann á 35" dekk. Hvað er best uppá back space og hversu breiðar mega þær vera uppá flot og bestu aksturseiginleika?

Re: Felgur undir Defender

Posted: 30.maí 2015, 03:33
frá Kiddi
Backspace eins mikið og hægt er án þess að felgur rekist í stýrisenda eða annað, og breidd ca 10". Þá verða aksturseiginleikar... skárstir þar sem þetta er Land Rover sem býður varla upp á annað en lala aksturseiginleika :)

Re: Felgur undir Defender

Posted: 19.jún 2015, 19:32
frá grimur
Hmm þetta hljómar eins og innlegg frá einhverjum sem hefur aldrei keyrt Landrover nema á flatjárnum....á leiðinlegustu fjallvegum eru einmitt varla til bílar með betri aksturseiginleika svona beint frá verksmiðju, og svo fara þeir alveg þokkalega á fínni vegum líka....engar sport drossíur kannski en það býst enginn við því.

Kv.
G