Síða 1 af 1

JEEP Grand Cherokee

Posted: 25.maí 2015, 19:57
frá Abraham
Sælir nú vantar mig að fá upplýsingar fróðara manna. ég er með Jeep Grand Cherokee ZJ v8 5.2 á 38" dekkjum.
1. Hvað hafa menn verið að gera til að auka kælinguna á mótornum ?
2 ég er að setja stærri olíukæli fyrir sjálfskyptinguna á ég að leiða framhjá kælingini í vatnskassanum eða hafa hana líka ?

Svavar Abraham

Re: JEEP Grand Cherokee

Posted: 25.maí 2015, 21:59
frá Stjáni Blái
Til að bæta kælinguna á vélinni er sniðugt að taka AC kælirinn burt, hann er fyrir framan vatnskassan og heftir þar að leiðandi loftflæði í gegnum kassan. Það er líka nauðsynlegt í þessum bílum sem og öðrum að hafa vatnskassa, vatnsdælu og viftuspaða/kúplingu í topp lagi.
Hvað er vélin að hitna mikið hjá þér ? Er að sjóða á henni ?
Það er 90 gráðu vatnslás (195' F) orginal svo þær keyra sig frekar heitar orginal, en það má ekki gleyma því að það sýður ekki á svona vél við 100 gráður C þar sem að kerfið er undir þrýstingi.

Ég myndi alltaf tengja sjálfskiptikælirinn í gegnum kælirinn í vatnskassanum, hann gerir það að verkum að sjálfskiptingu kemst fyrr í vinnsluhita undir venjulegum kringumstæðum, sem er mjög gott þar sem að það er heldur ekkert gott ef að skiptingin keyrir of köld alla jafna.
Ertu með mælir á skiptinguni ? Hvað er hún að hitna mikið hjá þér ?

Sjálfur á ég svona bíl á 38" og hef ég aldrei verið í hitavandamálum. Hvorki á vél né skiptingu. Ég er ekki með auka sjálfskiptingarkælir umfram þessa tvo sem eru orginal. Þ.e. Þennan í vatnskassanum og litla auka kælirinn sem er orginal.

Re: JEEP Grand Cherokee

Posted: 25.maí 2015, 22:44
frá svarti sambo
Getur verið að vatnslásinn sé ekki að full opna. Getur prófað að taka hann úr og sjá hvað gerist. Getur líka sett vatnslásinn í pott og hitað vatnið og séð hvenær hann byrjar að opna og hvort að hann full opni. Best að vera með laser hitamælir við svoleiðis aðgerðir. Svo er líka spurningin um ástandið á elimentinu í vatnskassanum.