Síða 1 af 1

Jeep Cherokee XJ 2,5 eyðslutölur

Posted: 25.maí 2015, 00:55
frá Bjarkilu
Ég er að spá í Jeep Cherokee XJ 2,5 árg 98

hver er reynsla manna af svona bíl varðandi eyðslu og viðhald?

Kv Bjarki

Re: Jeep Cherokee XJ 2,5 eyðslutölur

Posted: 25.maí 2015, 12:45
frá jeepson
Vina fólk mitt á svona bíl. Óbreyttann hann er með 15+ innanbæjar og 12 í langkeyrslu. Ég átti óbreyttann 4.0 bíl og hann var með 10,5 í langkeyrslu en 18+ innanbæjar. En er annars ekki önnur 2,5 vél eftir 97? vinafólk mitt á 94 eða 95 bíl.

Re: Jeep Cherokee XJ 2,5 eyðslutölur

Posted: 25.maí 2015, 14:52
frá Bjarkilu
Það er nú ekkert rosaleg eyðsla finst mér.
ég veit ekki með hvort það hafi komið ný vél 97.
Eru þessar vélar kraftlausar? (miðað við Patrol/90cruser)

Re: Jeep Cherokee XJ 2,5 eyðslutölur

Posted: 25.maí 2015, 19:12
frá sigurdurk
ég átti wrangler 97 sem sömu vél og er það hörmuglegasta ökutæki sem ég hef átt drullu kraftlaus og eyddi alveg helling þegar að eitthvað blés á móti var hann með amk 20 í langkeyrslunni. og bara 2 gír upp brekkur allt annað var bjartsýni hehe. en hann var reyndar á 35" og eflaust á orginal hlutföllum

Re: Jeep Cherokee XJ 2,5 eyðslutölur

Posted: 25.maí 2015, 19:33
frá jeepson
Wranglerinn kemur allavega með endurbættri vél 97 hef ég heyrt. Það munaði miklu í afli á þeim. Ég æatti 94 wrangler á 31" og ef að það blés á móti þá gat ég gleymt 5.gírnum á jafnsléttu. Og bara yfir höfuð. Hann gat haldið 5. á jafnsléttu ef að ég keyrði á svona 110 annars var það ekki hægt. uppá móti í miklum vindi þá fanst mér þetta rót ganga í 3.gír. Félagi minn prufaði svo 97 wrangler og sagði þá vél krafta miklu meir en mína big block vél. Patrol er að springa úr afli miðað við þessa vél sem var í mínum. Ég á 2 patrola einn á 33" og annan á 38" og þeir mokast áfram miðað við wranglerinn.enda stærri vél og fleiri sýlindrar..