Hjólastöðu-vottorð

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Hjólastöðu-vottorð

Postfrá karig » 12.jan 2011, 15:10

Kannast menn við að vottorð frá bifreiðaverkstæði um að öll hjól séu undir bílnum kosti 20.000 kr? Ég er búinn að fá tölur frá tveimur verkstæðum og þetta var prísinn. Frumherji tilkynnir manni eftir að hafa sett loftpúða í stað fjaðra, án þess að færa hásingu, þarf svona vottorð, + vottorð frá löggiltri vigt, ekki eldra en viku gamalt. (Bílnum var breytt á löggiltu bifreiðaverkstæði) Hins vegar ef manni dytti í hug að saga bílinn í sundur og lengja hann um hálfan meter er skoðunarmanni treyst fyrir að taka svoleiðis aðgerð út með sjónmati!!!!! Það er með ólíkindum hvað er hægt að plokka af jeppamönnum. Kv, Kári.



User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá ofursuzuki » 12.jan 2011, 15:28

Ertu að láta sérskoða hann? Samkvæmt því sem stendur á vef US þá er þetta ástæða fyrir slíku vottorði:Krafa um vottorð um hjólastöðu: Gerð er krafa um framvísun á hjólastöðuvottorði við endurskoðun ökutækja ef dæmt hefur verið á hjólastillingu í almennri skoðun, við breytingu á tjónaskráningu í ökutækjaskrá og við sérskoðun . Ef um er að ræða breytingu á skráningu skal vottorð fylgja með til Umferðarstofu. Sé ekki að þar komi neitt fram um breytingu á fjöðrunarbúnaði.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá karig » 12.jan 2011, 16:08

Er ekki sérskoðun sama og breytingaskoðun v/breytinga á fjaðrabúnaði? Kv,Kári

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá ofursuzuki » 12.jan 2011, 17:02

Sérskoðun og breytingarskoðun er ekki það sama,
BREYTINGASKOÐUN 1 er framkvæmd ef breytingar eru gerðar samkvæmt fyrirmælum framleiðanda ökutækis eða þær hafa ekki áhrif á aksturseiginleika og akstursöryggi. Einnig ef um notkunarflokksbreytingar er að ræða.
BREYTINGASKOÐUN 2 er framkvæmd ef breytingar eru gerðar samkvæmt fyrirmælum framleiðanda ökutækis eða
þær hafa ekki áhrif á aksturseiginleika og akstursöryggi. Einnig ef um ökutækjaflokksbreytingar er að ræða. Þessar
breytingar eru merktar þannig.
SÉRSKOÐUN er framkvæmd ef bifreið hefur verið breytt í veigamiklum atriðum frá upprunalegri útfærslu
framleiðanda og ekki eru til leiðbeiningar framleiðanda þar að lútandi. Bifreiðin verður að skoðun lokinni skráð “Breytt
(torfæru)bifreið”.
Ég kannaði þetta hjá US og þar sem þú varst að skipta úr fjöðrum yfir í loftpúða og þurftir því að væntanlega að smíða stífur og slíkt í kringum það og í það geta þeir hengt sig að það þurfi að sérskoða það samkvæmt þessu" Fjaðrir: Allar gerðarbreytingar, viðbætur og útfærslubreytingar"
Helvíti hart þegar búið er að sérskoða bílinn áður en svona er þetta, við bíleigendur erum endalaust mjólkaðir
og skattpíndir.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá Sævar Örn » 12.jan 2011, 17:44

Bílaverkstæði Högna 220 hfj. stillum mun ódýrar en talan sem þú minntist á, ráðum við 38" bíla allt að 3 tonnum rétt tæplega.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá HaffiTopp » 12.jan 2011, 19:05

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 19:37, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá JonHrafn » 12.jan 2011, 22:11

Ég borgaði 10þús þarna í fyrrasumar.

http://ja.is/u/hjolastillingar/


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá helgiaxel » 13.jan 2011, 14:38

Það er eitt í þessu líka, þeir taka ekki hjólastöðuvottorð gilt frá öllum verkstæðum, ég lenti í því að borga 2sinnum sama daginn fyrir hjólastöðuvottorð, fyrst um morguninn hjá N1 Akranesi og svo eftir hádegi á öðru verkstæði því fíflin á skoðunarstöðinni tóku hitt ekki gilt, vera með allt svona á hreinu svo þessir asnar geti ekki riðið manni endalaust í rassgatið, allveg örugt að þeir gera nóg af því þó maður bjóði ekki upp á meira með því að skoða hlutina ekki nógu vel.

Kv
Helgi Axel

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hjólastöðu-vottorð

Postfrá Startarinn » 13.jan 2011, 15:04

Þetta fer allt eftir hvort það er skráð hvaða fjöðrun er undir bílnum,
Hann er þekktur á Sauðárkróki fyrir að taka bókina bókstaflega, og hann ætlaði að taka minn bíl í aðra breytingaskoðun þegar loftpúðarnir voru settir undir að aftan, en hann sagði svo að það væri ekki skráð hjá þeim hvaða fjöðrun væri orginal undir bílnum svo hann gat ekki tekið bílinn í aðra breytingaskoðun og gaf honum því fulla skoðun.
Það er vert að kanna þetta áður en meira er gerten annars verðuru að beygja þig undir þetta
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 52 gestir