Síða 1 af 1

Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 19:34
frá eyberg
Er að fara að ganga frá spili og er að velta fyrir mer göllum og kostum við nokra hluti.

1) Hvort er betra að hafa spilið fast á bílum eða í prófíl vöggu kostir og gallar ?

2) Hvort er betra að hafa vír eða ofurtóg kostir og gallar ?

Væri flot að fá frá ykkur sem eru með spil og hafa verið að nota spil um kosti og galla á þessum 2 spurningum.

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 20:47
frá spámaður
Ef þú ert með það fast þá sé ég bara þann ókost að rúnta með þetta að óþörfu meirhlutan af árinu..en kannski skiftir ekki máli ef jeppinn er bara notaður á veturna,dynexið er miklu meðfærilegra og léttara en þolir mikklu minna hnjask en vírinn,td ef dynexið nuddast í stein þá sér áþví..en svo er aftur á móti hundleiðinlegt að eiga við krullaðan og stífan vír.

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 21:00
frá Rubicon
Ég festi spilið á bílinn það er þá alltaf á honum en ekki heima þegar þörf er á því.
Ofurtógið er léttara og þægilegra í meðförum en á það til að klemmast á tromlunni.

Sem sagt kostir og gallar hvort sem er valið

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 21:20
frá biturk
Spil eiga aldrri að vera framaná bíl nema þegar er verið að fara í ferð!

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 21:25
frá villi58
Geta tekið það af eftir ferðir þar sem að það er töluverð þyngd í því, þýðir minna slit á dekkjum og öllum slitflötum t.d. legum, spindlum, stýrisendum og fl. og fl.
Vír er ágætis kostur að frátaldri þyngd en festist síður á tromlu, ofurtóg festist frekar á tromlu og er fjandi viðhvæmt fyrir núning og skörpum brúnum, bæði kostir og gallar þarna. Spurning líka með verðmun, veit það reyndar ekki.

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 22:37
frá eyberg
Jeppin hjá mér er ekki notaður sem fjölskyldu bíll og stendur flesta dag en er stundum notaður í vinni og til baka.
Þetta er stuttur Pajero og ekki mikið plás fyrir aukahluti inní bil :-)
Þetta er ætlað sem leiktæki sem á að vera tilbúin í ferð hvenar sem er, vetur eða sumar.

En já gallar og kosti við allt :-)

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 21.maí 2015, 23:28
frá E.Har
Kostur við vögguna að geta líka hennt því afan á. Kostur við vöggu að geta flutt það milli bíla. Hópurinn með bita og lagnir en allir þurfa ekki að burðast með spil. Kostur að geta haft það þurrt og hteint, og í lagi.

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 22.maí 2015, 01:52
frá svarti sambo
Kostir við prófílbeysli:
Hægt að taka spilið af eftir ferð og geyma í hita.
Minni líkur á að því sé stolið, ef það er tekið af eftir ferð.
Hægt að vera með spilið bæði að framan og aftan

Varðandi dynex, þá myndi ég segja að kostirnir séu fleiri en ókostirnir.
Kostir:
Ryðgar ekki.
Léttara en vírinn.
Verður ekki eins og gormur við slaka, eins og vírinn.
Bæði vírinn og dynexið, getur klemmst á milli á tromlu, ef þessu er spólað inn án viðhalds.
Dynexið dettur niður dautt, þegar það slitnar, en vírinn getur skotist í allar áttir.

Ókostir:
Dynexið er ónýtt ef það særist.

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 23.maí 2015, 21:09
frá Startarinn
Ef skemmdin er staðbundin á dynexinu er ekkert mál að skera skemmdina í burtu og splæsa það saman aftur

Re: Spil pælingar :-)

Posted: 26.maí 2015, 16:20
frá Óskar - Einfari
Ber dynex (dyneema) án hlífðarkápu (eins og flestir nota) er hrikalega viðkvæmt fyrir sand/drullu og einnig hita sem getur myndast frá tromlunni. Það er hægt að stytta líftíman og minka slitþol alveg svakalega ef þetta er að dragast eitthvað eftir sandi/drullu eða þá að þetta er óvarið framan á bíl sem fær yfir sig ryk/sand/drullu austur. Það er alveg sama hvað er klipt eða skorið af Dynex ef það hefur komist sandur og drulla í hann sem hefur ekki verið þrifin úr þá þarf bara að taka upp veskið aftur. Dynex sem er búið að strekkja, er með hlífðarkápu, hitahlíf innst og brúna/grjóthlíf á endanum er talsvert dýr en öflugur kostur. Vír er talsvert slitskerkari hvað þetta varðar en hefur sína ókosti í meðhöndlum og er þyngri. Fyrir einhvern sem notar spilið bara endrum og sinnum myndi ég halda mig bara við vírinn þangað til hann gefur sig.