Úrhleypubúnaður


Höfundur þráðar
Rubicon
Innlegg: 20
Skráður: 15.jún 2010, 21:30
Fullt nafn: Einar Hjálmar Jónsson

Úrhleypubúnaður

Postfrá Rubicon » 21.maí 2015, 12:01

Ég er að undirbúa að setja úrhleypibúnað í jeppann og er að velta fyrir mér hvernig best er að gera það.
Er til fullbúið svona kerfi eða er best að raða saman því sem þarf? Veit að Landvélar eru með nothæfar lausnir, eru fleiri með tilbúna lausn?
Hef séð umræður um þennan búnað en sé að menn eru að leysa málið á ýmsan hátt.

Á einhver til kerfismynd af góðri lausn og hvar best er að kaupa íhlutina?
Rafstýrt eða handstýrt?

Gaman væri að heyra frá þeim sem lengra eru komnirUser avatar

karig
Innlegg: 333
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá karig » 21.maí 2015, 12:07

Fer þetta ekki mest eftir hversu margar krónur þú vilt setja í þetta, þeir sem lengst eru komnir stjórna úrhleypibúnaðinum með símunum sínum meðan aðrir eru með manual krana í mælaborðinu. Svo er til ýmislegt þarna á milli, það eru fínir þræðir um þetta hér á spjallinu. kv,k.


Höfundur þráðar
Rubicon
Innlegg: 20
Skráður: 15.jún 2010, 21:30
Fullt nafn: Einar Hjálmar Jónsson

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá Rubicon » 21.maí 2015, 12:21

Krónurnar telja í þessu eins og gengur en ég er þó frekar að spá í búnað sem ekki fer mikið fyrir inni í bílnum og er áreiðanlegur.
Má kosta mikið ef virknin er trygg.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá bragig » 21.maí 2015, 15:08

Rubicon wrote:Krónurnar telja í þessu eins og gengur en ég er þó frekar að spá í búnað sem ekki fer mikið fyrir inni í bílnum og er áreiðanlegur.
Má kosta mikið ef virknin er trygg.


Í þessu tilfelli má segja að ódýarasta setupið er jafnframt tryggast. Í hiluxnum hjá mér er ég með kranakistu úr áli ofan í hólfinu milli sætanna og keyri allt handvirkt. Fer lítið fyrir þessu og ennþá hægt að geyma handska, kíkir og smádót í hólfinu. Einn loftmælir í mælaborði sem sýnir þrýsting í kistu gegnum þrengingu. Ekkert rafmagn í þessu nema loftdælan. Búið að vera í bílnum síðan 2006 og líklega búið að borga sig upp bara með tímanum sem hefur sparast.
Eins og kemur fram hérna í kommentinu fyrir ofan þá er líka hægt að setja upp mjög fullkominn úrhleypibúnað með rafstýrðum loftlokum og jafnvel hafa menn tengt búnaðinn við iðntölvu sem stýrir þrýstingnum í hverju dekki fyrir sig sjálfvirkt eftir óskgildi. Stýrisvélaþjónustan er að selja svona sjálfvirkan úrhleypibúnað, sá einhverjar myndir af því á facebook.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá Svenni30 » 21.maí 2015, 18:00

Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
Rubicon
Innlegg: 20
Skráður: 15.jún 2010, 21:30
Fullt nafn: Einar Hjálmar Jónsson

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá Rubicon » 21.maí 2015, 20:22

Ég hef einmitt heyrt að ódýrasti búnaðurinn og sá einfaldasti sé öruggastur. Ég ætla að skoða hann nánar og sjá hvort ekki sé hægt að koma honum fyrir með þokkalegu móti.

Takk fyrir þessar upplýsingar.


villi58
Innlegg: 2123
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá villi58 » 21.maí 2015, 21:39

Kranakistu með 6 krönum og mælir á kistu, fín og ódýr lausn, ekkert rafmagnsdót til að bila.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá grimur » 23.maí 2015, 16:53

Það er líka fínt að nota 5 loka, þar af einn 3-way kúluloka sem skiptir á milli dælu og aftöppunar.
Ég var meiraðsegja með einn fyrir fram og anna fyrir aftur=3 lokar, en það er óheppilegt í miklum og langvarandi hliðarhalla.
5 kúlu system er betra(ef maður gefur sér að það séu 4 dekk undir bílnum).

kv
G


Kalli
Innlegg: 389
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá Kalli » 23.maí 2015, 18:17

Hér er ein gömul útfærsla sem virkaði mjög vél.
Til dæmis var ég með 4 einstefnuloka, 4 loftþrýstingsmæla.

[attachment=0]Úrhleypi.jpg[/attachment]
Viðhengi
Úrhleypi.jpg
Úrhleypi.jpg (38.76 KiB) Viewed 1736 times


Höfundur þráðar
Rubicon
Innlegg: 20
Skráður: 15.jún 2010, 21:30
Fullt nafn: Einar Hjálmar Jónsson

Re: Úrhleypubúnaður

Postfrá Rubicon » 24.maí 2015, 21:26

Takk fyrir þessa mynd. Gott innlegg í mínar pælimgar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 14 gestir