Síða 1 af 1
101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 20.maí 2015, 22:56
frá Grímur Gísla
Hvaða dekkjastærð er nothæf.
1 gír X lægsti í millikassa X drifhlutfall = 101
Yrði 46 " of stór, bíll um 3000 kg ?
Re: 101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 21.maí 2015, 10:25
frá ivar
Afar opin og undarlega framsett spurning. :)
Svarið: Já ef lægsti í millikassa>drifhlutfall og notkun sem segir en þó ekki fyrir óhefðbundin vegakstur. Annars nei nema akstur sé bundin samningi.
Edit:
Hvaða hlutföll eru í hásingum?
4:88 eða 5:13 er það sem hentar mér t.d.
Hef séð 4:10 til 6:17 en hefur sína kosti og galla.
Re: 101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 22.maí 2015, 01:35
frá Grímur Gísla
Ég var nú að spá í akstur í snjó til fjalla. Hvað þurfa 46" bílarnir með mikla niðurgírun til að skríða áfram í þungu færi.
Endilega upplýsið fáfróðann sveita durginn um það.
Re: 101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 22.maí 2015, 08:02
frá sukkaturbo
Sæll Grímur 1:200
Re: 101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 22.maí 2015, 09:34
frá ivar
Svo finnst mér svona alltaf svo mikil einföldun.
Ég er með 1:2,7 í millikassa og 5.13 hlutföll. Held að ssk sé með 3,09 lægsta gír.
Þetta setup er alls ekki eins lágt og "gömlu" karlarnir vilja hafa en ég hef mjög sjaldan saknað lægri gíra.
Re: 101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 22.maí 2015, 21:40
frá Freyr
100/1 er mjög mikil niðurgírun og dugar hvaða dekkjastærð sem er. Algengt er að jeppar séu með um 35:1 sem mestu niðurgírun. Flestir milligírar gefa á bilinu 2 til 2,72 í viðbót sem gerir þá 70 til 95:1.
Re: 101/1 Niðurgírun/Dekkjastærð
Posted: 23.maí 2015, 09:11
frá jongud
ivar wrote:Svo finnst mér svona alltaf svo mikil einföldun.
Ég er með 1:2,7 í millikassa og 5.13 hlutföll. Held að ssk sé með 3,09 lægsta gír.
Þetta setup er alls ekki eins lágt og "gömlu" karlarnir vilja hafa en ég hef mjög sjaldan saknað lægri gíra.
Það er ekki hægt að bera saman gírkassa og sjálfskiptingu þegar niðurgírun er annars vegar. Mýktin í converternum er ákveðin niðurgírun í sjálfu sér.