Síða 1 af 1

Brotinn gormur

Posted: 18.maí 2015, 09:14
frá steinarsig
Ég er með brotinn gorm að framan undir Suzuki Jimny 2005. Bíllinn er hækkaður um 40mm með klossum ofan við gormana. Væri það til mikilla bóta að nota tækifærið og skipta út gormunum, annaðhvort bara að framan eða undir öllum bílnum, fyrir lengri gorma og sleppa klossunum?

Það sem mig langar helst að gera er að kaupa stakan gorm á partasölu og klára þetta fljótt og ódýrt, en væri ég að spara nokkrar krónur til þess eins að þurfa að standa í þessu aftur fljótlega? Allir gormarnir eru væntanlega orðnir 10 ára.

Er það eitthvað no-no að skipta um stakann gorm og er þá æskilegra að skipta um í pörum?

Re: Brotinn gormur

Posted: 18.maí 2015, 11:00
frá Sævar Örn
Það virðist misjafnlega algengt hversu oft gormar brotna, eftir bíltegundum, Jimny er þar mjög neðarlega á lista ég man ekki eftir að hafa nokkurntíma séð jimny með brotinn gorm svo vafalaust er þetta eitthvað tilfallandi atvik

Re: Brotinn gormur

Posted: 19.maí 2015, 00:06
frá steinarsig
Takk. Þá er stakur gormur af partasölu sennilega málið.

Re: Brotinn gormur

Posted: 19.maí 2015, 08:35
frá 303hjalli
Á til bæði nýja og notaða gorma ,,,,bara mæla lengd og sverleika, uppl.í s-5871099--8943765.Hjálmar