Síða 1 af 1
dana 44 vs dana 50
Posted: 13.maí 2015, 18:54
frá toni guggu
Sælir. Ég er með econoline sem er með 7,3 í húddinu og dana 44 framhásingu og mér er sagt að hún sé ekki að þola þyngdina (legur) og ég er að spá er dana 50 ekki með sama leguhub og dana 60 ætti hún ekki að virka fínt, þessi bíll er á 35" og verður ekki settur á stærri dekk.
kv Toni
Re: dana 44 vs dana 50
Posted: 14.maí 2015, 00:51
frá Fordinn
Dana 50 á alveg að duga enda kemur hún orginal i 99 til 2002 f250 super duty bilunum. leguhubbarnir eiga alveg að þola 35 tommu dekk... er buinn að vera með minn pikka á 38" síðan 2006 og hef skipt um hubb einu sinni báðum meginn. skiptir mestu að kaupa ekki endilega ódyrustu hubbana... og eg hef sett nokkra dropa af militec ofan í abs skynjara gatið af og til og þetta hefur verið alveg til friðs.
Re: dana 44 vs dana 50
Posted: 14.maí 2015, 11:54
frá ivar
ég hef verið með dana 44 undir 44" econoline með 7.3L.
Það voru þá 8 bolta nöf og að mig minnir hraustari legubúnaður en í mörgum öðrum hásingum.
Á þessum tíma átti ég nú samt ekki aurinn til að halda þessu í mjög góðu standi og var alltaf að herða uppá þessu í staðinn fyrir að kaupa nýjar en þessi búnaður átti alveg að sleppa ef farið var vel með.
Ef þú átt svona setup nú þegar myndi ég ekkert endilega skipta (að því gefnu að þetta séu 8 bolta nöf) heldur vera viss um að ástandið sé gott og sjá hvað það endist. Hugsa að þetta séu fleiri tugþúsundir km sem er líklega ódýrara en hásingaskiptin.