Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn


Höfundur þráðar
siggismari96
Innlegg: 10
Skráður: 17.jan 2014, 21:42
Fullt nafn: Sigurður Smári Kristinsson

Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá siggismari96 » 12.maí 2015, 19:35

Góðan daginn

Ég er að leita að góðri og sæmilega öflugri loftpressu til að hafa í skúrnum hjá mér, budget yrði svona 100þ kall max og verður þá að vera eins fasa.
Er búinn að finna pressu sem mér lýst þónokkuð vel á í Þór, tegundin er Fiac CCS100, dælir 360l/mín / 100L kútur og 10 bör og verðið er 100 þúsund.
Er maður að fá betri díl einhversstaðar annarstaðar? Er þetta Fiac gott merki?

Myndi hún ekki duga í flest öll bílsskúrsverk þar sem loftlyklar kæmu við sögu? t.d þessi http://www.sindri.is/loftlykill-12-ibtkaac1660
Yrði þessi pressa ekki alveg nóg til að knýja þennan lykil t.d? Sé ekkert á vefsíðunni hjá Sindra um lítraþörf, bara að hann þurfi 6.2bar..

Endilega líka ef einhver á 1/2'' loftlykla, loftskröll, 3/8'' lykla líka til sölu ódýrt, má sá sami láta mig vita :D
Þakkir



User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá Óttar » 12.maí 2015, 22:17

Ég held að þessi pressa virki vel í allt nema kannski verkfæri sem þú notar stanslaust eins og loftjuðara og sprautukönnur...þá færi hún kannski að svitna
en ég held að þetta merki sé fínt, ég átti 190l svona pressu í mörg ár. En 360l pressa er hún þá komin með sér mótor? held að það sé betra :)

Kv Óttar


Höfundur þráðar
siggismari96
Innlegg: 10
Skráður: 17.jan 2014, 21:42
Fullt nafn: Sigurður Smári Kristinsson

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá siggismari96 » 12.maí 2015, 22:35

Óttar wrote:Ég held að þessi pressa virki vel í allt nema kannski verkfæri sem þú notar stanslaust eins og loftjuðara og sprautukönnur...þá færi hún kannski að svitna
en ég held að þetta merki sé fínt, ég átti 190l svona pressu í mörg ár. En 360l pressa er hún þá komin með sér mótor? held að það sé betra :)

Kv Óttar

Sæll og takk fyrir svarið, þá ætti maður að vera nokkuð safe miðað við svona litlar bílskúrsviðgerðir.
Fékk þetta svar frá sölumanni Þór að þessi sem ég er að spá í sé stærsta eins fasa loftpressa sem FIAC framleiðir, hér er mynd af henni : Image


Höfundur þráðar
siggismari96
Innlegg: 10
Skráður: 17.jan 2014, 21:42
Fullt nafn: Sigurður Smári Kristinsson

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá siggismari96 » 15.maí 2015, 19:35

Einhver fleiri svör við þessu? þekkir einhver til merkisins?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá olei » 16.maí 2015, 00:51

Framleiðandinn gefur þessa pressu upp sem 303 lítrar á mínútu. http://www.fiac.it/wwwfiac/moduli/pdf/pdf_mod19_03e.pdf
Hún er 3kw sem er í efstu mörkum á 1 fasa, þannig að þú færð tæplega stærri einfasa pressu.
Þessi virðist vera hefðbundin með smurðum kjallara sem er kostur. Framleiðandinn er ítalskur og framleiðir talsverða línu af pressum. Það hljómar ekki illa í dag. Ég mundi samt til öryggis skoða kvikindið og gá hvort finna má "made in Italy" stimpla á henni. Ef þá vantar þá berast böndin að því að hún sé framleidd einhversstaðar í asíu af svöngum börnum - sem er aldrei gott.

Þessi ræður leikandi við loftlykla eins og Óttar bendir á og er líklega fínasta bílskúrspressa. Merkið þekki ég ekki af eigin raun.


Höfundur þráðar
siggismari96
Innlegg: 10
Skráður: 17.jan 2014, 21:42
Fullt nafn: Sigurður Smári Kristinsson

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá siggismari96 » 17.maí 2015, 17:46

olei wrote:Framleiðandinn gefur þessa pressu upp sem 303 lítrar á mínútu. http://www.fiac.it/wwwfiac/moduli/pdf/pdf_mod19_03e.pdf
Hún er 3kw sem er í efstu mörkum á 1 fasa, þannig að þú færð tæplega stærri einfasa pressu.
Þessi virðist vera hefðbundin með smurðum kjallara sem er kostur. Framleiðandinn er ítalskur og framleiðir talsverða línu af pressum. Það hljómar ekki illa í dag. Ég mundi samt til öryggis skoða kvikindið og gá hvort finna má "made in Italy" stimpla á henni. Ef þá vantar þá berast böndin að því að hún sé framleidd einhversstaðar í asíu af svöngum börnum - sem er aldrei gott.

Þessi ræður leikandi við loftlykla eins og Óttar bendir á og er líklega fínasta bílskúrspressa. Merkið þekki ég ekki af eigin raun.

Sæll, pressan mín er ekki listuð þarna sýnist mér, held að þessi sé ekki sú rétta sem er skráð 303L.
Fletti minni upp og þá heitir hún FIAC CCS 100/360 ég sé bara 100/335 á listanum?
http://thor.is/Forsida/Verkfaeradeild/Fiac-loftpressur - Fjórða frá efsta.

Smurður kjallari? hvað er átt við því? hefðbundin pressa með olíu?


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá Grímur Gísla » 17.maí 2015, 18:20

Skoðaðu úrvalið hjá iðnvélar.is
það virðist vera gott verðhjá þeim


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá olei » 17.maí 2015, 18:35

siggismari96 wrote:Sæll, pressan mín er ekki listuð þarna sýnist mér, held að þessi sé ekki sú rétta sem er skráð 303L.
Fletti minni upp og þá heitir hún FIAC CCS 100/360 ég sé bara 100/335 á listanum?
http://thor.is/Forsida/Verkfaeradeild/Fiac-loftpressur - Fjórða frá efsta.

Smurður kjallari? hvað er átt við því? hefðbundin pressa með olíu?

Skrítið ef hún finnst ekki í lista frá framleiðandanum. Líka skrítið ef hún á að vera stærri í lítrum á mínútu en s.k.v vefsíðu Þórs bara 2,5kw í stað 3 sem fiac gefur upp fyrir 303l/min.

Þetta gæti skýrst af því að verið sé að nota mismuandi viðmiðanir. T.d hvort að verið sé að tala um lítra á mínútu við 0 bör eða 5 eða 10. Það er verulegur munur á því.

Megin reglan er að maður trúir aldrei sölumönnum heldur flettir upp vafaatriðum hjá framleiðanda.

Sumar litlar loftpressur eru ósmurðar. Það getur verið ýmist vegna þess að þær eru ætlaðar til sérstakra nota eða þá hreinlega af því að þær eru ódýrar í framleiðslu. Seinni kosturinn er ekki toppurinn fyrir bílskurskalla.


Höfundur þráðar
siggismari96
Innlegg: 10
Skráður: 17.jan 2014, 21:42
Fullt nafn: Sigurður Smári Kristinsson

Re: Val á loftpressu / loftverkfærum í skúrinn

Postfrá siggismari96 » 18.maí 2015, 20:32

olei wrote:
siggismari96 wrote:Sæll, pressan mín er ekki listuð þarna sýnist mér, held að þessi sé ekki sú rétta sem er skráð 303L.
Fletti minni upp og þá heitir hún FIAC CCS 100/360 ég sé bara 100/335 á listanum?
http://thor.is/Forsida/Verkfaeradeild/Fiac-loftpressur - Fjórða frá efsta.

Smurður kjallari? hvað er átt við því? hefðbundin pressa með olíu?

Skrítið ef hún finnst ekki í lista frá framleiðandanum. Líka skrítið ef hún á að vera stærri í lítrum á mínútu en s.k.v vefsíðu Þórs bara 2,5kw í stað 3 sem fiac gefur upp fyrir 303l/min.

Þetta gæti skýrst af því að verið sé að nota mismuandi viðmiðanir. T.d hvort að verið sé að tala um lítra á mínútu við 0 bör eða 5 eða 10. Það er verulegur munur á því.

Megin reglan er að maður trúir aldrei sölumönnum heldur flettir upp vafaatriðum hjá framleiðanda.

Sumar litlar loftpressur eru ósmurðar. Það getur verið ýmist vegna þess að þær eru ætlaðar til sérstakra nota eða þá hreinlega af því að þær eru ódýrar í framleiðslu. Seinni kosturinn er ekki toppurinn fyrir bílskurskalla.

En leiðinlegt mál það, var búinn að gera mér góðar vonir um að hún væri 360l/mín, er einhver gífurlegur munur þar á?
Næsta mál á dagskrá, þekkir einhver til loftlykla hjá Fossberg? http://fossberg.is/?prodid=1164 er með þennan hér í huga en gengur eitthvað illa að finna um hann á netinu. Og að öðru, hafa TopTul lyklar verið að reynast vel?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 52 gestir