Ford 4,6l 6cy bensín vél


Höfundur þráðar
muska
Innlegg: 3
Skráður: 12.maí 2015, 18:31
Fullt nafn: Þorsteinn E Þorsteinsson
Bíltegund: Ford E 150

Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá muska » 12.maí 2015, 18:51

Góðan og blessaðan,
Er í vandræðum að bilanagreina húsbílinn minn,drap á sér í lausagangi tók smá við sér þegar ég startaði aftur síðan hefur hann ekki tekið púst. Hef skipt um kveikju ,kveikjuheila,háspennukeflið ,þræðina . hellt upp á blöndunginn.Mæli 12,6v inn á kveikjuheilan og 7,6v frá háspennukeflinu Enn ég fæ ekki neista inn á kertin.Bíllinn startar en ekkert gerist.Hvar dettur ykkur í hug að hundurinn sé grafinn ?.
Þessi bíll var með beinni innspítingu einhvertíman en er með blöndung í dag.4,6 L 6 cyl með tölvu árgerð 85. Kveikjan var mjög léleg en hann fór alltaf í gang þegar þess þurfti hef átt hann síðan 2011.Það eina sem ég gerði áður en hann bilaði var að setja bensíndælu rétt fyrir aftan bílstjórasætið en fór kvöldið áður ökuferð á honum í 15-20min og allt í lagi síðan gerist þetta daginn eftir ,bakka honum úr skúrnum og eftir 2-3 min drepur hann á sér:( Hvað dettur mönnum í hug ?




haflidason
Innlegg: 133
Skráður: 10.apr 2012, 11:08
Fullt nafn: ólafur hafliðason
Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6

Re: Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá haflidason » 13.maí 2015, 10:39

sambandsleysi í jörð einhversstaðar?


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá Eiríkur Örn » 14.maí 2015, 17:45

Ég myndi halda að eitthvað væri að háspennukeflinu ef þú mælir bara 7,6 volt frá því. Nokkuð viss um að það eigi að gefa frá sér nokkur þúsund volt.


Höfundur þráðar
muska
Innlegg: 3
Skráður: 12.maí 2015, 18:31
Fullt nafn: Þorsteinn E Þorsteinsson
Bíltegund: Ford E 150

Re: Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá muska » 21.maí 2015, 13:50

Hvernig er það ,á háspennukeflið ekki að með plús og mínus ? ég mæli núna 12,5 á báðum tengjunum þegar svissað er á . fæ ekki neista á kertin . Er einhver öryggi tengt þessu á bjánalegum stað ?

kv Steini


Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá Ragnar Karl » 24.maí 2015, 00:27

Snýst kveikjuhamarinn? brotið eða dottið af hjól eða öxull í kveikjunni. Svo er alltaf möguleiki að kertinn séu búin.


gummi1961
Innlegg: 38
Skráður: 14.apr 2010, 13:31
Fullt nafn: Guðmundur Ó Eínarsson

Re: Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá gummi1961 » 24.maí 2015, 01:36

ónýtt kveikjulok ?


Höfundur þráðar
muska
Innlegg: 3
Skráður: 12.maí 2015, 18:31
Fullt nafn: Þorsteinn E Þorsteinsson
Bíltegund: Ford E 150

Re: Ford 4,6l 6cy bensín vél

Postfrá muska » 02.jún 2015, 11:46

Á einhver tölvu úr samskonar vél með blöndung og rafkveikju sem væri hægt að fá að prófa ? grunur beinist að tölvuni að gefi ekki jörð frá sér. Er það ekki rétt hjá mér að tölvan er forrituð fyrir svissinn og kveikjuna og jafnvel blöndunginn ? ER einhver sem lagar tölvur á landinu ?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir