Síða 1 af 1
Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 10.maí 2015, 23:09
frá thor_man
Ágætu spjallverjar.
Fyrir stuttu endurnýjaði ég ökutækið og er það nýja (Santa Fe '05) með Alpine útvarpi. Í tveim síðustu bílum (Terrano og Golf, báðir '97) voru Pioneer tæki sem virkuðu fínt og héldu ágætleg sambandi við Rúv t.d. á leið norður í land auk þess sem heiti útvarpsrásanna kom upp á skjánum. Aðra sögu er að segja um Alpine tækið, það sýnir ekki heiti stöðva, finnur enga stöð á sjálfleitaranum hér innanbæjar í Rvík og dettur t.d. út nánast allan Norðurárdalinn. Er móttakarinn í Alpine virkilega þetta mikið lélegri eða gæti þetta stafað af einhverjum loftnetsmálum í bílnum? Gaman væri að heyra skoðun spjallverja á þessu.
Kv. ÞB.
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 10.maí 2015, 23:44
frá snöfli
Tékkaður á Nesradíó ef þú ert í bænum. Góð þjónusta og frótt fólk um þessi efni.
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 09:28
frá E.Har
Einhvað bilað!
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 10:01
frá haffij
Ég er á því að móttakarinn í Alpine sé almennt verri en Pioneer, en ekki svona mikið verri ;)
Hefur ekki gleymst að tengja straumfæðingu inn á loftnetsmagnara í bílnum þegar skipt var um útvarp?
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 10:45
frá sveinnelmar
Pioneer eru bestu útvarpsviðtæki í bíl sem ég hef prófað. Átti einu sinni alpine tæki og það var hræðileg viðtaka í því. Skipti því út fyrir ódýrt Pioneer tæki og ég get hlustað hringinn. Auk þess er mjög góð langbylgjuviðtaka í Pioneer tækjunum. Myndi alltaf velja Pioneer.
Nú getur vel verið að þetta hafi breyst en svona var þetta fyrir um 5 árum síðan.
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 17:48
frá risinn
Haaa ???? Er til eitthvað annað en Alpine ? :-)
Ég hef alltaf notað Alpine án nokkra vandræða, ég mæli með þeim.
Kv. Ragnar
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 19:35
frá Haffi
Ég er nú búinn að installa mörg hundruð útvarpstækjum í allskonar bíla, aðallega Alpine en þó aðrar tegundir líka, m.a. Pinoeer og ég myndi allann tímann mæla með Alpine. Það er ekki rétt að það sé verri móttaka í þeim, ef eitthvað er þá er hún betri og þessi tæki eru hreinlega ekki að klikka og eru mörg í umferð sem eru orðin eldgömul.
Í þínu tilfelli er klárlega eitthvað að loftnetinu í bílnum eða móttkarinn í útvarpinu hreinlega bara bilaður af einhverjum ásæðum, enda tækið örugglega orðið 10 ára gamalt ef það er enn tækið sem var sett í þessa bíla þegar þeir voru nýjir. Láttu fagmenn skoða þetta hjá þér, t.d. Nesradíó. Það er lítið mál að finna út hvar bilunin er.
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 21:44
frá jeepson
Ég Spurðist fyrir á sínum tíma einmitt um þessi tvö merki. Það var alveg sama hvern ég talaði við Pioneer og ekkert annað var sagt. Enda er ég mikill pioneer maður þegar að það kemur að útvarpi í bílinn. En ég var að pæla í að svíkja lit og prufa alpine en mér fans þau vera svo dýr. Þannig að ég keypti bara pioneer. Það klikkar ekki :)
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 21:55
frá Nenni
Ég er nú gallharður Pioneer maður og hef ekki verið svikinn með það hingað til en það er ekki svona munur á tækjum að annað virki en hitt alls ekki.
Alpine eru fín tæki, hinsvegar eru coax kaplar ekki það besta í heimi. Við það að það komi 90° begja á strenginn þá breytist rýmdin og viðtökuskilyrði geta versnað eins er spanskræna á milli áls, stáls og eirs þekkt vandamál og þá deyr skermingin með sömu niðurstöðu, þ.e. léleg móttökuskilyrði. strengurinn virkar ekki nema skerming sé góð alla leið.
það má í öllu falli byrja á að skoða streng og skermingu.
kv, Árni
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 11.maí 2015, 23:27
frá thor_man
Takk fyrir þessi fínu svör. Varðandi heiti stöðvarinnar á skjánum á Alpine-tækinu þá áttaði ég mig á því í morgun að það þarf að kveikja sérstaklega á þeirri virkni í tækinu. Svo málið er núna viðtökuskilyrðin, tala við fagmenn einhverja næstu daga til að prófa loftnetið.
Takk aftur.
Þorvaldur.
Re: Pioneer vs. Alpina bílútvörp - er munur á gæðum!
Posted: 12.maí 2015, 00:22
frá Gulli J
Xenon ljós (spennar) geta geta truflað móttöku í Utvarpstækjum.
Ég hef verið nokkuð ánægður með Alpine tæki, þekki lítið annað, tók fyrir nokkrum árum Tæki í N1 sem var algjört drasl, þessi Alpine tæki virðast ekki bila mikið.