Hvaða loftlykil ?


Höfundur þráðar
arnar75
Innlegg: 6
Skráður: 31.júl 2014, 14:03
Fullt nafn: Arnar Már Árnason

Hvaða loftlykil ?

Postfrá arnar75 » 27.apr 2015, 21:49

Sælir,
Ég ætla að kaupa mér 1/2" loftlykil í skúrinn, og er með smá valkvíða.
Hann þarf að vera sæmilega öflugur til að duga í allar "alhliða" bílaviðgerðir, helst ekki þyngri en 2kg.
Notkunin verður nú ekki mikil, þannig að ég er ekki alveg til í að spreða í einhvern 70þús.kr Ingersoll-Rand eða álíka.

Hinsvegar nenni ég ekki að vinna með neitt drasl, þannig að ég er velta fyrir mér hvort þessir í ódýrari kantinum sem fást hérna á klakanum dugi.
Er einhver ykkar sem þekkir til eða hefur reynslu af t.d. þessum frá Sindra og Loftverkfærum ?

http://www.sindri.is/loftlykill-12-ibtkaac1660
http://loftverkfaeri.is/shop/product.php?id_product=230
http://loftverkfaeri.is/shop/product.php?id_product=235

Þetta virðist óþekkt erlendis og því enga dóma um þessar græjur að finna á netinu.
Var líka búinn að sjá eitthvað hjá Fossberg, annars veit ég ekki alveg hvaða aðrar sjoppur eru að selja svona.
Eflaust gildir "þú færð það sem þú borgar fyrir", en það væri gott að fá einhver komment frá ykkur til að auðvelda valið

kv,
Arnar




Gunnar G
Innlegg: 116
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá Gunnar G » 27.apr 2015, 22:21

Ég myndi fara í iðnaðarlausnir lang bestu loftlyklarnir


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá olei » 27.apr 2015, 22:23

Persónulega mundi ég skoða Toptul lykilinn af þessum þremur. Ég tel mestar líkur á að hann sé framleiddur í Taiwan (gott) af því að Rotar sem á Toptul vörumerkið er þar og virðist helst skipta við byrgja frá Taiwan. Annars eru flestir loftlyklar í dag framleiddir í kína - eins og t.d margar gerðir af Ingersoll Rand.

Poulsen var (er?) að selja loftverkfæri m.a loftlykla frá mjög góðum framleiðanda í Taiwan. Gison. Þau voru tiltölulega ódýr hjá þeim. Ég mundi tékka á hvort þeir eigi eitthvað til. Síðast þegar ég leit við í Poulsen virtist mér úrvalið af Gison vera minnkandi og annað að taka við sem ég veit ekkert um. Sýndist það vera lakara stöff sem búið var að klína á límmiðum frá Sonic eða eitthvað í þeim dúr.


snowflake
Innlegg: 67
Skráður: 13.feb 2010, 17:33
Fullt nafn: Haraldur Arnarson
Bíltegund: LR Defender 38”

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá snowflake » 27.apr 2015, 22:30

Þessi http://www.ebay.com/itm/Ingersoll-Rand- ... 76&vxp=mtr
er t.d heimkominn á 30.153 skv. tollur.is + umsýslugjald hjá póstinum

svo eru til margir ódýrari líka leitar af 1/2" air impact wrench

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá Þráinn » 28.apr 2015, 03:33

http://logey.is/vorur/kraftwerk/loftverkfaeri/loftlykill_1330_nm_3836/

ég er að nota einn svona í vinnunni núna, hann er ekkert að gefa 90 þúsund IR titanium lyklinum eftir


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá baldur » 28.apr 2015, 09:47

Meira tork er amk betra. Þótt þú þurfir aldrei að herða nokkurn skapaðan hlut í 1300 newtonmetra þá er það svo helvíti gott að hafa nóg tork til að geta losað allt sem er fast.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá villi58 » 28.apr 2015, 10:21

Wurth, hef góða reynslu af þeim.


Höfundur þráðar
arnar75
Innlegg: 6
Skráður: 31.júl 2014, 14:03
Fullt nafn: Arnar Már Árnason

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá arnar75 » 28.apr 2015, 10:37

Takk fyrir svörin. Það er greinilega nóg í boði þannig að valkvíðinn hefur lítið minnkað. Ég verð vonandi sáttur við valið hvað sem það verður, væntanlega eitthvað á verðbilinu kringum 30k.


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá villtur » 28.apr 2015, 10:47

Logey!!!!!!!!!!!!! Engin spurning. Sanngjarnir og gottt verð.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá villi58 » 28.apr 2015, 11:12

arnar75 wrote:Takk fyrir svörin. Það er greinilega nóg í boði þannig að valkvíðinn hefur lítið minnkað. Ég verð vonandi sáttur við valið hvað sem það verður, væntanlega eitthvað á verðbilinu kringum 30k.

Ég held að þú sért kominn með eitthvað meira en valkvíða, sjá fyrsta póst, verðhugmynd.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá olei » 28.apr 2015, 11:42

Því miður er aldrei hægt að fá að prófa þessa lykla hjá söluaðilum. Marga lykla skortir stillimöguleika og það er mjög misjafnt hvernig gikkurinn virkar. Of margir eru þannig að þegar tekið er í gikkinn gerist lengi vel ekkert en svo verður skyndilega allt brjálað og Þá fljúga toppar og framlengingar og hver veit hvað í allar áttir. Svoleiðis lyklar eru vart nothæfir við samsetningu á nokkrum hlut þar sem þeir ofherða minni bolta áður en maður nær að sleppa gikknum. Fyrir marga eru þau tilvik þar sem þetta skiptir máli margfalt fleiri en þau þar sem toppátak ríður baggamun.

Persónulega langar mig mest í japanskan Kuken. Þeir eru léttir, hljóðlátir og með góða stillimöguleika og næman gikk. Mikið notaðir í samsetningarverksmiðjum. Þetta eru 3-500 N lyklar.
Image
Síðast breytt af olei þann 28.apr 2015, 11:51, breytt 1 sinni samtals.


Rangur
Innlegg: 30
Skráður: 22.mar 2013, 09:29
Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
Bíltegund: Range Rover

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá Rangur » 28.apr 2015, 11:49

hvað kostar þessi í Logey?

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá Þráinn » 28.apr 2015, 12:21

mynnir að hann hafi verið um 50þ, en bara hringja og spyrja


Höfundur þráðar
arnar75
Innlegg: 6
Skráður: 31.júl 2014, 14:03
Fullt nafn: Arnar Már Árnason

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá arnar75 » 28.apr 2015, 13:25

Fékk uppgefið í morgun að þessi í Logey sé um 45þús með einhverjum afslætti.

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá Nenni » 28.apr 2015, 13:33

Vélar og Verkfæri eru CP og ACDelco á undir 35 þúsund.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá villi58 » 28.apr 2015, 15:23

Þráinn wrote:http://logey.is/vorur/kraftwerk/loftverkfaeri/loftlykill_1330_nm_3836/

ég er að nota einn svona í vinnunni núna, hann er ekkert að gefa 90 þúsund IR titanium lyklinum eftir

Þessi er svakalegur 1486 Nm sem er það mesta sem ég hef séð í 1/2 lyklum.

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá oggi » 28.apr 2015, 18:12

Stilling er að selja loftlykla frá ks tools verðið er 35 þús fyrir monster lykilinn 1690nm


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvaða loftlykil ?

Postfrá olei » 28.apr 2015, 18:51

Bara til fróðleiks:

KS-tools, Kraftwerk, Sonic, ACDelco og Wurth os.frv. eru fyrirtæki sem frameiða engin verkfæri sjálf og alveg örugglega ekki loftlykla. Þau kaupa lyklana og merkja sér þá. Ekkert að því svosem, en fyrir bragðið er þeir sem kaupa þessi merki alltaf að borga extra fyrir sömu vöru m.v að finna hana undir merkjum hins raunverulega frameiðanda, eða öðrum ódýrari merkum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 23 gestir