Síða 1 af 1

Millikassavesen í LC90

Posted: 27.apr 2015, 19:47
frá oskarg
Sælir.

Nú vantar mig aðstoð spjallverja. Er með LC90 árg. 1998 beinskiftan. Þannig er að verið var að ferja bílinn niður brattan slóða þegar spindlar hægra megin gáfu sig og hjólið undan bílnum. Skift var um spindla og bíllinn virkar eins og hann á að gera nema þegar millikassinn er í H ´þá er eins og hann fari ekki í drifið. Virkar í HL og L. Hvað gætur mögulega verið að? Fram að þessu var ekkert vesen með millikassann?

Re: Millikassavesen í LC90

Posted: 27.apr 2015, 20:45
frá Startarinn
Er þetta ekki sídrifs kassi?

Hljómar eins og eitthvað í drifrásinni hafi kubbast í sundur

Re: Millikassavesen í LC90

Posted: 28.apr 2015, 07:24
frá oskarg
Jú þetta er sídrifskassi. Finnst ekki ólíklegt að eitthvað sé brotið. Þegar kassinn er settur í H og í gír þá get ég heyrt að eitthvað snýst í drifrásinni en ekki hreyfist bíllinn. Líklega rifrildi fram undan.

Re: Millikassavesen í LC90

Posted: 28.apr 2015, 07:27
frá Sævar Örn
þá er að prófa að fá einhvern til að fylgjast með hvað snýst undir bílnum, snýst framdrifskaftið, snúast öxlarnir að framan


ég hef þrisvar sinnum séð pinjón á lc 90 sem hafði kubbast sundur og þar með gerðist ekkert, nema maður læsti milli drifa með HL eða L, þá virkaði bíllinn eins og afturhjóladrifinn

Re: Millikassavesen í LC90

Posted: 28.apr 2015, 16:03
frá asgeirb
Sæll.
Ef hann vill ekki keyra nema þegar þú læsir millikassanum er hugsanlegt að það sé ónýtur framöxull í bílnum.

Kv. Ásgeir

Re: Millikassavesen í LC90

Posted: 05.maí 2015, 08:35
frá oskarg
Sælir.
Niðurstaða er kominn í málið. Öxulliður brotinn út við hjól. Fékk liðinn í Bílanaust á rúmar 11 þús. krónur. Takk fyrir aðstoðina.