Sælir meistarar.
Nú erum við félagarnir að spá í að setja gamlan Jeep Cherokee á 33". Við vorum að láta okkur detta í hug að setja 33" dekk á original 8" Jeep felgur. Ég geri mér grein fyrir því að það er hættara við affelgun við mikla úrhleypingu, en er eitthvað annað sem kemur i veg fyrir að gera þetta?
Það er búið að hækka bílinn upp um 2" á fjöðrun en ekkert búið að skera. Hvað þarf að gera og hverju þarf að breyta til að koma Cherokee á 33"?
Kv.
Ásgeir
Jeep á 33" og 8" felgum?
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Jeep á 33" og 8" felgum?
Skera úr og setja kanta
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Re: Jeep á 33" og 8" felgum?
Talað um þetta í flestum bókunum. T.d. segir jeppabók Arctic Trucks að fyrir 33" sé yfirleitt 8-10" felgur. Sama kemur fram í Utan alfaraleiða eftir Jón Snæland og í Jeppar á fjöllum segir að mjórri felgur veiti bílnum betri spyrnu en breiðari meira flot.
----
2007 32" Landrover Discovery3 2020-
1996 Cherokke XJ 2016-2018
1996 35" Terrano II 2009-2014
1996 Lada Sport 2001-2004
2007 32" Landrover Discovery3 2020-
1996 Cherokke XJ 2016-2018
1996 35" Terrano II 2009-2014
1996 Lada Sport 2001-2004
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Jeep á 33" og 8" felgum?
Þar sem þetta er bara 33" þá skera úr og þá heldur meira en minna, 8" felgur eru í fínu lagi fyrir ekki stærri dekk.
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Jeep á 33" og 8" felgum?
Með 8" felgur er minni hætta á affelgun en minna flot, framleiðandi
mælir svo alltaf með 8" felgum sem fer betur með hliðar dekksins
En hér á landi notum við yfirleitt 10" breiðar sem er
Flottara og gefur meira flot við úrhleypingu
mælir svo alltaf með 8" felgum sem fer betur með hliðar dekksins
En hér á landi notum við yfirleitt 10" breiðar sem er
Flottara og gefur meira flot við úrhleypingu
Re: Jeep á 33" og 8" felgum?
Mjórri felga dregur úr líkum á affelgun og að auki er mun auðveldara að eiga við affelgun ef felgan er mjó.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 31.jan 2010, 23:38
- Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
- Bíltegund: Subaru Outback
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Jeep á 33" og 8" felgum?
Þetta hefur verið einhver hugsunarvilla hjá mér. Mér fannst endilega að það væri hættara við affelgun á mjög mjórri felgu og svo mjög breiðri. Sennilega eitthvað sem ég hef bitið í mig snemma á lífsleiðinni :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur