Síða 1 af 1

Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 11:57
frá Stjóni
Ég er með Vertex VX-2500 stöð sem stendur til að selja. Í henni eru rásir sem ég vil síður að séu í henni þegar hún er afhent en svo veit ég ekkert um hvaða rásir væntanlegur kaupandi myndi vilja hafa í henni.

Hvernig hafa menn leyst svona mál án þess að þurfa borga tvisvar fyrir forritunina á stöðinni ?

Takk fyrir

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 12:21
frá villi58
Borga fyrir forritun eða fá einhvern sem getur gert þetta frítt, það eru einhverjir aðilar sem geta þetta og væntanlega menn sem eru hér á þessari síðu.

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 12:23
frá jongud
Á hvað viltu selja stöðina? Ég er að leita að einni í jeppann. Ég var að taka amatörprófið þannig að ég má vel að merkja hlusta yfir allt tíðnisviðið og veit hvar ég má senda.

Að öðrum kosti er fátt um að velja en að forrita stöðina tvisvar.

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 12:45
frá villi58
jongud wrote:Á hvað viltu selja stöðina? Ég er að leita að einni í jeppann. Ég var að taka amatörprófið þannig að ég má vel að merkja hlusta yfir allt tíðnisviðið og veit hvar ég má senda.

Að öðrum kosti er fátt um að velja en að forrita stöðina tvisvar.

Jón! Ein spurning, hvar er hægt að taka amatörpróf og hvað kostar það ?? Líka hvað tekur langann tíma að taka prófið, er þetta námskeið um helgar, allar upplýsingar vel þegnar. Er út á landi þannig að best væri að geta tekið próf í tölvunni minni. Kanski tvær spurningar :)

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 12:56
frá Stjóni
jongud, fyrst þú ert með amatörapróf getur þú fengið stöðina, ég vildi bara síður að einhver sem ber enga virðingu fyrir þessu fengi stöðina með rásunum í.

Varðandi verð er best að þú hringir í mig í 8647377

Takk fyrir

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 14:29
frá haffij
Mega radíóamatörar hlusta á allt tíðnisviðið? Mega þeir hlusta á einkarásir án þess að eigandi tíðninnar viti af því?

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 17:53
frá Óskar - Einfari
haffij wrote:Mega radíóamatörar hlusta á allt tíðnisviðið? Mega þeir hlusta á einkarásir án þess að eigandi tíðninnar viti af því?



http://gamli.ira.is/tidnisvid.html

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 20:31
frá jongud
haffij wrote:Mega radíóamatörar hlusta á allt tíðnisviðið? Mega þeir hlusta á einkarásir án þess að eigandi tíðninnar viti af því?


Það eru engin lagaleg takmörk á því á hvað við megum hlusta, enda megum við smíða okkar eigin móttakara og senda. Hins vegar megum við ekki senda út nema á þeim tíðnum sem amatörum er úthlutað.
Síðan erum við undir jafn ströngum reglum og kaþólskir prestar þegar kemur að því sem við höfum heyrt. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum hafa það eftir.

villi58 wrote:Jón! Ein spurning, hvar er hægt að taka amatörpróf og hvað kostar það ?? Líka hvað tekur langann tíma að taka prófið, er þetta námskeið um helgar, allar upplýsingar vel þegnar. Er út á landi þannig að best væri að geta tekið próf í tölvunni minni. Kanski tvær spurningar :)


Félag íslenskra radíóamatöra hélt námskeið núna í vetur. Þetta er ansi viðamikið, tvö kvöld í viku frá 20 janúar til 18 apríl (hlé yfir páskana). Þetta kostar 20 þúsund sem er gjafaverð fyrir svona nám. Prófin eru tvö og voru tekin sl. laugardag, og þáttakendur fá 2 klukkutíma í hvort próf.
Það fyrra er tæknilegur hluti sem spannar allt frá grundvallaratriðum í rafmagnsfræði til loftnetaútreikninga og dægursveiflu geislunarlaga í heiðhvolfinu (geimveðurfræði).
Hitt fjallar um lög og reglugerðir, skammstafanir, leyfileg tíðnisvið og fleira þessháttar.

Re: Að selja VHF talstöð

Posted: 21.apr 2015, 22:58
frá Sævar Örn
Ég var á þessu námskeiði til að byrja með en gafst síðar upp, var ekki að ná að fylgja, þarf betri rafmagnsfræðigrunn þó ég sé nýlærður Bifvélavirki (2009)

Þannig þetta er að mínu mati svona svolítið flókið efni jafnvel þó maður sé þokkalega að sér í grunnatriðum rafmagnsfræðinnar