Síða 1 af 1
54" dekk
Posted: 07.apr 2015, 13:08
frá Kárinn
ég er að velta fyrir mér 54" dekkjum
á hvaða týpum hafa menn verið að keyra og hvað er að koma best út ?
hverjir eru að selja þetta herna heima ?
Re: 54" dekk
Posted: 07.apr 2015, 14:10
frá Hagalín
Eru ekki flestur með MT dekkin?
N1og klettur selja þessi dekk grunar mig.
Re: 54" dekk
Posted: 08.apr 2015, 21:11
frá Guðninn
54" MT eru betri alhliða dekk, mjög gott út á vegi og flott í snjó.
en 54" boggerinn eru betri í snjó, höfum séð það í ýmsu færi, ekk það að munurinn sé eitthvað svakalegur en það er greinilegur munur.
boggerinn er frábært snjódekk og grípur mjög vel, en er með mýkra gúmmí eyðist hraðar upp á þjóðvegaakstri og skoppar meira, MT er ótrúlega gott út á vegi eins og flestir vita, ekki að ástæðulausu að ferðaþjónustan er með þetta í tonnatali.
Við vorum á MT en erum að keyra fyrsta veturinn á bogger núna og erum virkilega sáttir svínvirka!
þetta er bara spurning hvort þú viljir betra snjódekkið eða ahliðadekkið.
Re: 54" dekk
Posted: 08.apr 2015, 22:07
frá risinn
Við erum búnir með einn gang af M/T 54" sem að fóru að springa með hliðar kubbum sem að fara niður á belgin. Og núna skárum við þá kubba í burtu og það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.
Ég held ef að ég man rétt þá er þetta fyrsti Ford F350 sem að fór á 54" á landinu og þetta var fyrsti gangurinn sem að var að klárast umdir þeim bíl.
Frábær dekk undir frábærum bíl. :-)
Kv.
Ragnar.
Re: 54" dekk
Posted: 12.apr 2015, 23:48
frá Kárinn
hvað eru menn að keyra a þeim. hvað eru þau að endast ?