Síða 1 af 1
Breikka álfelgur ?
Posted: 06.apr 2015, 22:09
frá Kristinn
Sælir spjallverjar. Mig langar að vita hvort einhver hafi látið breikka fyrir sig álfelgu ?(það er erfitt að finna 16" stálfelgu til að breikka) Er að spá hvort það sé nógu sterkt til að fara í 20" breidd fyrir 46" endilega ausið úr viskubrunninum...Kv Kristinn
Re: Breikka álfelgur ?
Posted: 07.apr 2015, 07:42
frá Hordursa
Sæll Kristinn.
Að breikka álfelgur er í sjálfu sér ekkert meira mál en að breikka stálfelgur, en það eru ekki næstum því allar álfelgur úr efni sem hægt er að sjóða. Það þarf að prufa hvort hægt sé að sjóða þær felgur sem þú ert með og þá er hægt að svara þessu betur.
Annars á ég gang af 16 tommu 8 gata felgum handa þér.
kv Hörður
Re: Breikka álfelgur ?
Posted: 08.apr 2015, 13:37
frá Kristinn
Sæll Hörður . takk fyrir það ,en ég þarf 6 gata felgur sem væri hægt að setja á patrol hásingar. er líka að spá hvort álið sé nógu sterkt til að höndla bæði 46" og vera 20" í breidd . eins ef einhver ætti 6 gata felgur 16" sem væri hægt að breikka þá hef ég einni áhuga á því. Kv Kristinn