Hvar fást þessir gaskútar?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 03.apr 2015, 13:01

Eða eru þeir farnir af markaðnum?

Image




solider
Innlegg: 158
Skráður: 03.apr 2010, 20:49
Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá solider » 03.apr 2015, 13:07

Þarft að skoða ártalið á kútnum hvort möguleiki sé að fylla á hann flestir kútarnir eru orðnir úreltir. Og eru komnir einnota kútar í staðinn og þá þarf að kaupa nýjan haus á hann líka. Einnota kútarnir og hausarnir fást til dæmis hjá Bílanaust.


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá magnum62 » 03.apr 2015, 14:27

Litlu einnota gaskútarnir fra gasbroil eða hvað þetta heiti, gráir með plastbotni leystu þessa kúta af hólmi held ég. Ég ætlaði að láta hlaða svona kúta og þá sögðu þeir hjá Isaga ekki gera það lengur. Stúturinn af þessum kútum skrúfast beint á hina kútana. Mjög þægilegt að hafa í skúrnum.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 03.apr 2015, 14:35

Ok ég á nefnilega lítinn brennara á þennan kút sem ég vildi halda áfram að nota.
Hvar fæ ég svona hylki Magnús?


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá magnum62 » 03.apr 2015, 15:53

Svona reddaði ég þessu. :)

SSA40008.JPG
SSA40008.JPG (152.48 KiB) Viewed 8337 times

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá Startarinn » 04.apr 2015, 10:45

Ef þú kemst yfir auka stút til að skrúfa í þennan kút er ekkert mál að fylla á hann sjálfur

Áfyllingarbúnaðurinn er ekki flóknari en svo að þú setur millistykkið á kósangas kút og snýrð honum á hvolf og tengir þennan uppréttan í millistykkið, svo er skrúfað frá kósagas kútnum og á litla kútnum losaru boltan við hliðina á stútnum 1/4 til 1/2 hring, þegar fer að koma vökvi lokaru aftur.

Það er mikilvægt að kúturinn sem er verið að fylla standi alveg réttur, ef hann yfirfyllist getur hann farið að leka, það verður of mikill þrýstingur í kútnum.

Ég er búinn að gera þetta nokkrum sinnum sjálfur, pabbi var með umboð fyrir Shell fyrir nokkuð mörgum árum og hélt uppá þetta millistykki þegar hann hætti, þar sem hann átti svona primus kúta sjálfur, það millistykki er ekki flókið, þar er rör sem skrúfast á kósangas kútinn og er með 90° beygju og svo skrúfast primus kúturinn á hinn endann þegar kósangas kúturinn er kominn á hvolf, sára einfalt
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá Startarinn » 04.apr 2015, 10:48

10898029_10204547821328945_1886520437333136078_n.jpg
10898029_10204547821328945_1886520437333136078_n.jpg (92.7 KiB) Viewed 8131 time
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá villi58 » 04.apr 2015, 11:07

Svona geri ég þetta, ekki láta umboðsaðila ræna okkur með því að breyta stanslaust og láta okkur kaupa alltaf nýja útfærslu þegar þeim dettur það í hug.


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá halendingurinn » 04.apr 2015, 11:35

Hefur þú prófað Bílanaust, ég fór með minn rétt fyrir breytingu í Hafnarfjörðinn þá hét þetta N1 þeir tóku kútinn og létu fylla á hann.
Kveðja Trausti

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 04.apr 2015, 12:33

Ég er með ofnæmi fyrir N1/Bílanaust, fer helst ekki þangað.
Svo legg ég ekki í svona áffyllinga aðferðir þó þær séu örugglega góðar.

Bauhaus er með ágætt úrval af brennurum og einnota gashylkjum. Fékk mér bara "hot set", brennari og tvö hylki. Kostaði 5000 kall. Hylkið kostar um 1000 kall í lausu, 600ml.
Er með lítið gas og súr sett sem ég keypti hjá þeim í haust, algjör snilld í skúrinn. Var einu sinni með flöskur frá ísaga en 30.000 á ári var of mikið fyrir nokkrar fasta bolta og rær.
Núna er þetta alltaf til taks og kostar mann ekkert miðað við hitt.

Hér er gas og súr settið

Image


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá villi58 » 04.apr 2015, 13:50

hobo wrote:Ég er með ofnæmi fyrir N1/Bílanaust, fer helst ekki þangað.
Svo legg ég ekki í svona áffyllinga aðferðir þó þær séu örugglega góðar.

Bauhaus er með ágætt úrval af brennurum og einnota gashylkjum. Fékk mér bara "hot set", brennari og tvö hylki. Kostaði 5000 kall. Hylkið kostar um 1000 kall í lausu, 600ml.
Er með lítið gas og súr sett sem ég keypti hjá þeim í haust, algjör snilld í skúrinn. Var einu sinni með flöskur frá ísaga en 30.000 á ári var of mikið fyrir nokkrar fasta bolta og rær.
Núna er þetta alltaf til taks og kostar mann ekkert miðað við hitt.

Hér er gas og súr settið

Image

Hvað mundi kosta hylki og handfang fyrir logsuðu og eins brennara ???


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá olei » 04.apr 2015, 16:31

Bauhaus klikkar ekki! :)
Ókeypis líkamsrækt að auki ef maður skoðar alla verslunina!

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 04.apr 2015, 20:21

villi58 wrote:Hvað mundi kosta hylki og handfang fyrir logsuðu og eins brennara ???


Hvað meinarðu?, verðið á settinu var nálægt 30þúsund.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá villi58 » 04.apr 2015, 21:03

hobo wrote:
villi58 wrote:Hvað mundi kosta hylki og handfang fyrir logsuðu og eins brennara ???


Hvað meinarðu?, verðið á settinu var nálægt 30þúsund.

Já hvað settið kostaði með öllu og upptalningu hvað er í settinu, væri mjög sniðugt fyrir mig þar sem ég nota svona frekar lítið.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 04.apr 2015, 21:20

Já þetta var um 30 kallinn, og í þessu voru flöskurnar, flöskuhaldarinn, gastækin, logsuðugleraugu, neistakveikjari, og nokkrir spíssar.
Svo kostar gashylkið í lausu 1500 kall og súrhylkið nálægt 5000 kalli (sá reyndar ekki súrið í dag).

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá svarti sambo » 04.apr 2015, 21:28

Hvort er þetta asetalín gas eða cósin gas.
Fer það á þrjóskunni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá villi58 » 04.apr 2015, 21:31

Væntanlega ekki skurðarspíss, yrði fljótt búinn með súrinn.
Ég var að reyna finna þetta á síðunni en fann ekkert nema gaskút með brennara.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 04.apr 2015, 21:42

svarti sambo wrote:Hvort er þetta asetalín gas eða cósin gas.

Skoðaði þetta bara lauslega áðan, en það er tvenns konar gashylki í gangi þarna, maxigas 300 og maxigas 400.
Maxigas 300 var greinilega ætlað fyrir stakan brennara og var 30% própan og 70% bútan.
Maxigas 400 fylgdi gas&súr settinu en sá ekki í fljótu bragði hvaða hlutföll voru í því.

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá scweppes » 04.apr 2015, 22:07

Það eru meira en 2 ár síðan N1 og Bílanaust tengdust eitthvað. Og það er 4x4 afsláttur hjá Bílanausti.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá svarti sambo » 05.apr 2015, 10:44

scweppes wrote:Það eru meira en 2 ár síðan N1 og Bílanaust tengdust eitthvað. Og það er 4x4 afsláttur hjá Bílanausti.


Það er búið að slíta þetta í sundur aftur.
Fer það á þrjóskunni


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá baldur » 05.apr 2015, 11:34

svarti sambo wrote:Hvort er þetta asetalín gas eða cósin gas.


Ég er sæmilega viss um að það sé MAPP gas á þessum tækjum.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá hobo » 05.apr 2015, 19:44

Eftir smá Gúggl sýnist mér vera Acetýlen/LPG blanda á maxigas 400


kælir
Innlegg: 2
Skráður: 17.jan 2012, 21:58
Fullt nafn: Hafliði Sævaldsson

Re: Hvar fást þessir gaskútar?

Postfrá kælir » 10.apr 2015, 19:37

Mér sýnist að svipaðir gaskútar fáist í Íshúsinu í Kópavogi og líka suðuhausarnir á þá og góð verð sýnist mér.
kv.HS


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir