Síða 1 af 1
Breyting á Pajero...
Posted: 06.jan 2011, 23:00
frá MattiH
Sælir.
Nú er maður kominn með nýja dellu í hausinn :-/
Hversu mikið mál er að breyta 35" Pajero á 38" ?
Ég geri mér grein fyrir því að það þarf nýja kanta og hækkun en hvað meira ?
Þarf ég að breyta hlutföllum eða styrkja mikið eða er þetta bara spurning um hækkun ?
Önnur pæling, er þess virði að breyta Pajero á 38" Hvernig eru þeir að reynast samanborið við Hilux, Patrol og allt hitt á fjöllum ?
Ég spyr aðallega af því að maður sér þá ekki marga á 38".
Þetta er 98árg af Pajero.
Kv. MattiH
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 07.jan 2011, 09:24
frá MattiH
Ég fann hérna einhvern link með smá info ;)
viewtopic.php?f=5&t=2397En hvernig eru þeir að standa sig á 38" þið sem hafið prufað ?
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 07.jan 2011, 10:01
frá Tómas Þröstur
Aðalatriðið er hver þyngd bíls hvað drifgetan er mikil. Flestir jafnþungir bílar drífa það sama ef þeir eru ekki vélarvana sem Pajeroinn er varla. Líklega drífur Pajero 38 eins og þinn svona mitt á milli Hilux 38 og Patrol 38. Það er ekki mikið mál að breyta Pajero eins og þínum fyrir utan að það þarf að færa afturhásingu aðeins aftar 3 cm ca í flestum tilfellum. Eitt að vísu - þessir bílar eru almennt lítið hækkaðir upp þó svo að 38 sé sett undir. Mig grunar að afturhásing hafi lítið teygjusvið orkinal.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 14:40
frá Stebbi
Tómas Þröstur wrote:Mig grunar að afturhásing hafi lítið teygjusvið orkinal.
Fjarlægir bara balancestöngina og þá verður hann allt annar utanvegar. Ekki fjarlægja hana samt að framan því þá verður bíllinn ömurlegur á grófum malarvegum.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 14:44
frá ellisnorra
Vinur minn breytti einum fyrst á 38" með pajero kraminu og skipti svo um hjólabúnað og notaði patrol hásingar og millikassa.
Hér eru myndir
http://elliofur.123.is/pictures/cat/9431/
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 19:32
frá arnijr
Aðalmálið er að þú þarft stærri kantana, þeir kosta eitthvað nálægt hundraðþúsundkallinum, ómálaðir. Svo þarf að klippa úr, og sennilega best að hækka hann á boddí um 50-60mm og færa afturhásingu 30mm eða svo aftur. Því fylgir smá mix með millikassastöngina. Ég fékk mína kubba í Málmtækni, á mjög sanngjörnu verði.
Sennilega ertu með lægstu hlutföllin sem þú færð í bílinn, nema þú farir út í mix með 5,29 hlutföllin sem eru í sumum 2.5 bílunum, en það eru veikari drif. Ég held að það séu samt 44" Pajeroar hér með þessum sömu hlutföllum og þú ert með.
Svo er náttúrulega ekki stórmál að fá aðeins meira afl útúr bílnum, með 2,5" pústi og uppskrúfun á túrbínu og olíuverki. Þá þarftu helst boost mæli og afgashitamæli.
Hvernig er bíllinn annars breyttur fyrir 35"? Eru ekki bara kubbar undir gormum að aftan og uppskrúfaðar stangirnir að framan?
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 20:25
frá MattiH
Hvernig er bíllinn annars breyttur fyrir 35"? Eru ekki bara kubbar undir gormum að aftan og uppskrúfaðar stangirnir að framan?
Jú ég held að það sé bara svoleiðis.
En varðandi þessa balansstöng? Er hún bara tekin í burtu og thats it ?
Við hverja er best að tala við upp á ráðfæringar með svona breytingu ?
Hversu mikið mál er að færa hásinguna ?
Og að lokum, eru menn almennt ánægðir með þessa bíla á 38" ?
Takk fyrir góð svör ;)
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 21:06
frá Stebbi
Þú ert eflaust best settur með að tala við þá sem hafa breytt bílunum, held að ekkert breytingaverkstæði hafi gefið sig sérstaklega út fyrir að breyta Pajero nema þá nýja bílnum.
Þú getur fengið að skoða bílinn minn hátt og lágt ef þú vilt og ég get kanski svarað einhverjum spurningum og svo eru þónokkrir búnir að gera þetta sjálfir heima í skúr. Ég get fullyrt það að það er mjög auðvelt og þægilegt að breyta þessu boddý af Pajero og lítið af vandamálum sem koma upp í breytinguni.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 21:36
frá MattiH
Ok, það væri fínt að fá að kíkja á þinn. Ertu ánægður með hann ?
Breyttirðu honum sjálfur ?
Geturðu sett inn mynd af honum ?
Sorry spurningaflæðið hehe ;)
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 08.jan 2011, 22:11
frá Stebbi
Mjög ánægður með hann, breytti honum sjálfur og hann er til sölu í dag.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 10.jan 2011, 08:00
frá Tómas Þröstur
Farðu inn á timarit.is og leitaðu að "breyta 38" Pajero" eða einhverja svipaða orðaskipan. Þar er ýtarleg grein í einhverju blaði um útlistun á breytingu á bíl eins og þínum. Ég las þessa grein einhvern tíman og minnir að þeir hafi jafnvel ekkert hækkað á boddí. Myndi samt ekki hafa það svoleiðins.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 10.jan 2011, 08:34
frá MattiH
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 11.jan 2011, 19:31
frá MattiH
Hvernig er með boddýhækkun á þessum bílum.
Mér var sagt að hver sem er geti gert þetta á 1-2 klst. Eitthvað til í því ?
Á einhver myndir frá svona aðgerð eða getur lýst fyrir mér aðferðinni ?
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 11.jan 2011, 19:43
frá Kiddi
Til hvers samt að boddýhækka ef það er hægt að sleppa því? Það er ekki eins og það verði hærra undir bílinn með því að hækka boddýið?
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 11.jan 2011, 20:12
frá MattiH
Til hvers samt að boddýhækka ef það er hægt að sleppa því? Það er ekki eins og það verði hærra undir bílinn með því að hækka boddýið?
Til þess að koma undir stærri dekkjum með sem minnstu veseni ;)
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 11.jan 2011, 20:18
frá sveinnelmar
Asskoti er þetta huggulegur Pajero þarna í gamla daga. Einmitt eins og ég myndi vilja hafa minn.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 11.jan 2011, 20:29
frá hobo
Einn kostur við boddíhækkun fram yfir að skera bara úr brettum er að bíllinn á auðveldara með að komast yfir straumharðar ár þar sem meira vatn fer undir bílinn í stað þess að lenda á hlið hans.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 11.jan 2011, 20:50
frá Kiddi
MattiH wrote:Til hvers samt að boddýhækka ef það er hægt að sleppa því? Það er ekki eins og það verði hærra undir bílinn með því að hækka boddýið?
Til þess að koma undir stærri dekkjum með sem minnstu veseni ;)
Já, minnstu veseni segirðu. Er ekki alltaf verið að gera grín að könunum sem þora víst ekki að taka upp slípirokk og skera úr brettunum :-)
Er þetta ekki spurning um að eyða aðeins meiri tíma í úrklippingu og sleppa þá við að færa stuðara, gaufast í gírstöngum og fleiru smálegu sem safnast þegar saman kemur!
Síðan er ég ekki alveg viss með þetta í ánum. Vissulega sleppur eitthvað vatn á milli grindar og bíls en ég held að boddýhækkun sé meira svona andleg hækkun á bílnum. Það er að segja, bílstjóranum líður eins og bíllinn sé hærri og voldugri þegar hann er það ekki í raun ;-)
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 12.jan 2011, 00:02
frá arnijr
Kiddi wrote:MattiH wrote:Til hvers samt að boddýhækka ef það er hægt að sleppa því? Það er ekki eins og það verði hærra undir bílinn með því að hækka boddýið?
Til þess að koma undir stærri dekkjum með sem minnstu veseni ;)
Já, minnstu veseni segirðu. Er ekki alltaf verið að gera grín að könunum sem þora víst ekki að taka upp slípirokk og skera úr brettunum :-)
Er þetta ekki spurning um að eyða aðeins meiri tíma í úrklippingu og sleppa þá við að færa stuðara, gaufast í gírstöngum og fleiru smálegu sem safnast þegar saman kemur!
Síðan er ég ekki alveg viss með þetta í ánum. Vissulega sleppur eitthvað vatn á milli grindar og bíls en ég held að boddýhækkun sé meira svona andleg hækkun á bílnum. Það er að segja, bílstjóranum líður eins og bíllinn sé hærri og voldugri þegar hann er það ekki í raun ;-)
Það verður slunk úrskurður fyrir 38" þó það sé boddýhækkað líka, þýðir ekkert að vera amerískur og hræddur við rokkinn :)
Þessi gamla breyting lítur samt mjög vel út. Það er smá svindl í þessu hjá þeim því 2.8 bíllinn kemur í raun með 40mm boddýhækkun, ef miðað er við þriggja lítra bílinn. Þetta sést yfir afturöxli, þar sem er greinilegt bil milli grindar og boddýs í 2.8 og 3500, en ekki í 3000 bílunum, óbreyttum. Þetta var víst gert til að koma fyrir skiptingunni í þessum bílum. Á móti er þessi Heklu breytti bíll greinilega hækkaður á fjöðrun. Mér finnst synd að það komi ekki fram í greininni hvað þeir hækkuðu hann þar og hvað þeir gerðu í klöfunum að framan. Það er talsvert lagt í þær breytingar greinilega og ég er sjálfur að vonast eftir að sleppa við fjöðrunarbreytingarnar með boddýhækkuninni. Eins virðist úrskurðurinn og breytingar á innribrettum vera verulegar.
Hvað varðar skrif um boddýhækkunina, þá er allt fullt af þeim á
http://www.pocuk.com, t.d.
http://www.pocuk.com/forums/viewtopic.php?t=96350. Bretinn er hrifinn af að hækka þá og er eins hræddur við rokkinn og Ameríkaninn. Merkilegt, miðað við að þeir eiga engar torfærur og finnst 5cm snjólag vera fullt af snjó. Það virðast engar reglur gilda hjá þeim um hækkunina og sumir bílarnir þeirra eru hækkaðir á boddý um 6 tommur eða meira.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 12.jan 2011, 00:03
frá Freyr
MattiH wrote:Hvernig er með boddýhækkun á þessum bílum.
Mér var sagt að hver sem er geti gert þetta á 1-2 klst. Eitthvað til í því ?
Á einhver myndir frá svona aðgerð eða getur lýst fyrir mér aðferðinni ?
Það er hugsanlegt að vanur maður (sem hefur boddýhækkað eins bíla áður) með allt tilbúið geti boddíhækkað jeppa á tveimur tímum að því gefnu að allt sé tilbúið og allir boltar lausir og ekkert komi upp á en mér þykir það afar langsótt. Ef ég ætti sjálfur að boddýhækka bíl myndi ég gera ráð fyrir einni helgi í það (er bifvélavirki og hef breytt nokkrum jeppum á 38" - 46").
Kv. Freyr
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 12.jan 2011, 20:47
frá Stebbi
Boddyhækkunin sjálf er minnsta vinnan, það sem tekur meiri tíma er hækkun á stuðurum og að lagfæra stangir til að allt virki.
Ef að ég ætlaði að gera þetta aftur þá myndi ég gera þetta svona:
- Hækka boddý um 60-70mm
- Hækka aftasta part grindar um það sama og með því stuðara og olíutank
- Færa hásingu eins um þessa 3cm sem þarf
- Smíða færslubreytingu á báðar stangir
- Muna eftir því að setja hækkun á milli grindar og boddy inní aftari hjólskálum
- og það mikilvægasta er að setja ofaní hann 5.2 V8 úr Grand Cherokee og hafa gaman af þessu.
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 19.jan 2011, 10:11
frá MattiH
Er ekki bara málið að losa allar festingarnar, Tjakka upp að framan, setja klossa, tjakka svo að aftan, setja klossa, slaka niður og svínherða svo allt saman ?
Hvernig er með stýrisstöng og annað, þarf að lengja hana ?
Þarf að skera eitthvað úr ?
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 19.jan 2011, 12:55
frá arnijr
Þetta er allt eftir minni, það má vera að ég sé að gleyma einhverju.
Það þarf að losa upp á áfyllingarstútnum og sennilega lengja í þeirri hosu, passa upp á að bremsuleiðslur gangi greiðlega út (það eru "hankir" sem þarf að rétta úr), passa upp á vatnskassann (spaðinn fer í hlífina og hosur eru ekki nógu langar). Svo hef ég einhverstaðar séð losað upp á stýrinu (muna að herða aftur).
Eftir hækkunina þarf að færa stuðarafestingar, lækka vatnskassa eða fjarlægja hlífina og setja lengri hosur og ganga frá millikassastöng og gírstöng. Aðferðin með að smíða pall undir stangirnar er áhugaverð, þær haldast þá í sömu hæð inn í bílnum.
Svo er venjan hér að færa upp eins og fjórar boddífestingar, þá undir hvalbak og aftast, til að bíllinn standi ekki bara á stultum. Annars er hætt við að boddíið beyglist undan klossunum.
Annars er þetta eins og þú lýsir þessu. Það er enginn úrskurður við boddíhækkunina, hann kemur þegar þú setur stóru kantana á. Ég held reyndar að þegar þeir eru settir á sé framstuðarinn jafnvel verið færður aðeins fram. Það eru sett ný, lengri, stuðarahorn með stóru köntunum.
Annars er hér ágæt lýsing á þessu:
http://www.pocuk.com/forums/viewtopic.php?t=96350Taktu endilega fullt af myndum og settu hér inn :)
Re: Breyting á Pajero...
Posted: 19.jan 2011, 20:03
frá Stebbi
Við 50mm lift þá þurfti ég ekki að gera neitt við áfyllingarstútinn nema losa hann frá grindini, við bremsurörin að framan þá klipti ég uppí gatið sem þau koma í gegnum og málaði í sárið, þú þarft að losa vatnskassann og taka hann af pinnunum sem hann hangir á áður en þú hækkar, stýrið borgar sig að losa á dragliðnum afþví þú liftir bílnum meira en áætlað lift er til að koma dótinu fyrir, vatnskassahosur þarf ekki að lengja, hugaðu samt að hosunum sem fara uppá miðstöðvarelementið ef þú ferð hærra en 50mm og alls ekki fara neina málamiðlunarleið með trektina á vatnskassanum það munar um hvert plaststykkið sem myndar hringinn um viftuna og þá sérstaklega ef þetta er 2.8 bíll.