Korando ofhitnar
Posted: 20.mar 2015, 10:49
Sælt veri fólkið
Korando jeppinn minn, '98 árg, 5 cyl 2.9 diesel, tók í fyrsta sinn upp á því síðastliðið sumar að hitna um of þegar ekið var upp langar brekkur og heitt var í veðri. Nægur og nýlegur frostlögur, reimar í lagi og allt virðist, svona í fljótu bragði vera eins og það á að vera. Ætti maður að byrja á að spúla út kælikerfið eða ætli sé kominn tími á nýjan vatnskassa? Gæti vatnsdælan verið léleg þótt ekkert óhljóð sé farið að heyrast frá henni? Það var einhver smurstöð fyrir nokkrum árum með útbúnað til að hreinsa kælikerfi, veit einhver hvar hún var, eða er?
Korando jeppinn minn, '98 árg, 5 cyl 2.9 diesel, tók í fyrsta sinn upp á því síðastliðið sumar að hitna um of þegar ekið var upp langar brekkur og heitt var í veðri. Nægur og nýlegur frostlögur, reimar í lagi og allt virðist, svona í fljótu bragði vera eins og það á að vera. Ætti maður að byrja á að spúla út kælikerfið eða ætli sé kominn tími á nýjan vatnskassa? Gæti vatnsdælan verið léleg þótt ekkert óhljóð sé farið að heyrast frá henni? Það var einhver smurstöð fyrir nokkrum árum með útbúnað til að hreinsa kælikerfi, veit einhver hvar hún var, eða er?