Korando ofhitnar


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Korando ofhitnar

Postfrá Grænjaxlinn » 20.mar 2015, 10:49

Sælt veri fólkið
Korando jeppinn minn, '98 árg, 5 cyl 2.9 diesel, tók í fyrsta sinn upp á því síðastliðið sumar að hitna um of þegar ekið var upp langar brekkur og heitt var í veðri. Nægur og nýlegur frostlögur, reimar í lagi og allt virðist, svona í fljótu bragði vera eins og það á að vera. Ætti maður að byrja á að spúla út kælikerfið eða ætli sé kominn tími á nýjan vatnskassa? Gæti vatnsdælan verið léleg þótt ekkert óhljóð sé farið að heyrast frá henni? Það var einhver smurstöð fyrir nokkrum árum með útbúnað til að hreinsa kælikerfi, veit einhver hvar hún var, eða er?



User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Korando ofhitnar

Postfrá snöfli » 20.mar 2015, 12:47

1. Mundi skipta um eða tékka á vatnslás
2. Skoða hvort boblur í kælivökva í hæðar boxi undir álagi


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Korando ofhitnar

Postfrá solemio » 20.mar 2015, 12:53

Þetta er silicone kuplingin a viftuspaðanum.


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Korando ofhitnar

Postfrá Grænjaxlinn » 23.mar 2015, 14:20

solemio wrote:Þetta er silicone kuplingin a viftuspaðanum.

Jú, mikið rétt, vifturspaðinn fer nokkra hringi ef maður snýr honum með hendinni þannig að ég þarf víst að taka upp símann og leita mér að svona kúplingu. Takk fyrir ábendinguna.

25/3 Úff, þetta stykki kostar um 40 þúsund í umboðinu, eru einhverjir aðrir að selja svona hér á landi?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir