Síða 1 af 1

nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 10:35
frá Polarbear
Vegna frétta í fjölmiðlum um -45 gráðu frost í Reykjavík (með vindkælingu) langar mig pínkupons að slá á áhyggjur þeirra sem óttast um frostskemmdir á bílunum sínum :)

Vindkæling hefur engin áhrif á bíla. þessir vindkælingastuðlar eru bara reiknaðir til að sýna orkutap húðar í ákveðnum vindi m.v. logn. þetta breytir ekki neinu um hvenær vatn frýs.... :) -0°c eru alltaf bara -0°c hvort sem það er logn eða vindur. Hitt er svo annað mál að bílvél, ---eftir að hún er orðin heit--- kólnar hraðar í vindi en logni, hreinlega eins og allir aðrir hlutir. Vélin kólnar samt aldrei niðurfyrir útihitastig þrátt fyrir vind. Vindkæling hefur því engin áhrif á kalda bílvél sem húkir útá plani yfir nótt.

það sama á við um húðina. Í -10°c og 0 m/sek vindi tapar húðin ákveðið mikilli orku á mínútu við að halda á sér 37°c hita. Ef við breytum vindi úr 0 m/sek í 10 m/sek, þá tapar húðin meiri orku við að halda sér í 37°c, sem jafngildir -30°c í logni.

Segjum sem svo að viðkomandi myndi drepast (slökkt á bílvélinni hér fyrir ofan) þá myndi húðin kólna hraðar niður í -10°c (umhverfishita) í vindinum en logninu, engöngu vegna þess að hreyfing loftsins í kringum líkið :) myndi hraða hitaútstreyminu alveg niður í -10°c. Viðkomandi lík myndi samt aldrei kólna niður í -30°c þrátt fyrir vindinn ef lofthiti er -10°c

vona að þessi hrollkalda lýsing útskýri aðeins fyrirbrigðið "vindkæling" fyrir þá sem hafa áhuga.

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 10:57
frá hobo
mjög sóðaleg myndlíking en mjög góð samt hehe.

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 13:23
frá birgthor
Já ég hef oft verið að vellta þessu fyrir mér. Takk

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 16:26
frá ellisnorra
Meira rok = meira tork í kuldanum :)

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 18:27
frá birgthor
Elli ertu þá að gera ráð fyrir að rokið komi aftan á Hiluxinn? ;)

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 21:05
frá ulfr
Ágætis pistill. En eru menn ekki á villigötum ef þarf að taka tillit til vindkælingar hvort maður komist upp ákveðnar brekkur eður ei. =P

kkv, úlfr

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 21:12
frá ellisnorra
birgthor wrote:Elli ertu þá að gera ráð fyrir að rokið komi aftan á Hiluxinn? ;)


Haha nei var að meina þetta í myndlíkingu, kuldinn er seigari inn að beini eftir því sem vindálag eykst :)

Re: nokkur orð um vindkælingu

Posted: 06.jan 2011, 22:06
frá Stebbi
ulfr wrote:Ágætis pistill. En eru menn ekki á villigötum ef þarf að taka tillit til vindkælingar hvort maður komist upp ákveðnar brekkur eður ei. =P

kkv, úlfr


Alment séð þá toga dísel bílar best með hraustlega vindkælingu í rassgatið, þess á milli gerist frekar lítið.