Síða 1 af 1

galloper, stærð á hjöruliðkross?

Posted: 16.mar 2015, 20:23
frá spazmo
ekki vill svo til að einhver ykkar viti málin á hjöruliðkross í afturskapt á svona galloper 2,5 tdi árgerð 2000 faratæki?
kv. Grétar

Re: galloper, stærð á hjöruliðkross?

Posted: 17.mar 2015, 12:31
frá Sævar Örn
þvermálið er í mínum bíl 27mm

fékk krossinn hjá Fjallabílum EHF, þó komu einhverjar stærðir til greina, taktu hann úr og hafðu hann með þér til þeirra svo þú fáir örugglega réttan

Re: galloper, stærð á hjöruliðkross?

Posted: 18.mar 2015, 00:45
frá grimur
Ef ég man rétt þá er svipað auðvelt að finna svona kross og fuglshráka. Reddaði mínum með að setja aðeins minni kross og spacera utanvið bjargirnar. Að framan sveraði ég upp, slípaði og lagaði til áður en ég punktaði fyrir bjargirnar á stærri kross. Guðni Sveins fylgdist með hálf hissa yfir aðförunum, þar sem 4 verkfæri voru notuð: Slaghamar, slípirokkur, transari og stafrænt skíðmál...skaftið kom út réttara en nýtt og lifði bílinn.

Kv
Grímur