Renna sveifarás


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Renna sveifarás

Postfrá creative » 15.mar 2015, 12:16

Sælir

Hverjir eru bestir í að renna sveifarása með tilliti til gæða og verðs

var búin að fá verð frá kistufelli en langar að heyra reinslusögur


Kv Elfar



User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Renna sveifarás

Postfrá Óttar » 15.mar 2015, 12:39

Er ekki vélaverkstæði Egills í þessu líka? veit samt ekki hvor er betri


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Renna sveifarás

Postfrá olafur f johannsson » 15.mar 2015, 12:44

ekki fara í kistufell
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Renna sveifarás

Postfrá villi58 » 15.mar 2015, 12:49

Væri fræðandi hverjir taka svona að sér.


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Renna sveifarás

Postfrá creative » 15.mar 2015, 17:04

Afhverju ekki kistufell ?

þeir hafa allavega skilað sinni vinnu hingað til


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Renna sveifarás

Postfrá ivar » 15.mar 2015, 17:20

Ég myndi heldur ekki mæla með Kistufelli þrátt fyrir að í svona dæmi ætti það alveg að vera í lagi.
Tímasetningar og verð hafa ekki staðist þau skipti sem ég hef haft putta í málum nema einusinni þegar head voru plönuð. Þá var það í lagi.


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Renna sveifarás

Postfrá olafur f johannsson » 15.mar 2015, 19:24

Þetta var gert hjá kistufelli og entist 10þús og þegar það var talað við þá þá var bara réttur putinn og sagt bara skítur skeður
viewtopic.php?f=2&t=27703&p=147229&hilit=brotinn+sveifar%C3%A1s#p147229
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Renna sveifarás

Postfrá lecter » 15.mar 2015, 20:01

láttu koma með hvaða ás eru að hugsa um að renna ,?? sumir ásar brotna eftir rensli þá varast maður það
en min skoðun er að renna ekki ása henda þeim og kaupa nýan eða fá úr annari vél
yfirborðs herslan fer eftir 1 rensli oft er endingin innan við 100,000km 0,10 en þetta er mjög misjaft eftir vélum
Síðast breytt af lecter þann 15.mar 2015, 20:04, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renna sveifarás

Postfrá Freyr » 15.mar 2015, 20:02

Færi með þetta í Egil, sem heitir reyndar Kapp í dag. Hef góða reynslu af þeim en þekki of marga og hef of oft sjálfur verið í brasi með Kistufell vélaverkstæðið, Kistufell varahlutaverslunin er annað fyrirtæki og bara gott um þá að segja, en það er annað mál......


Höfundur þráðar
creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Renna sveifarás

Postfrá creative » 15.mar 2015, 21:49

Ég er með musso 2.9 diesel sveifarás sem ég vill láta renna en í manualinum er ekkert mælt gegn því að renna heldur eru gefnar upp tölur um það þannig að ég held að maður ætti að vera nokkuð safe með þetta...


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir