Sælir
Hvar er líklegast að finna góðan afgashitamæli á vitrænu verði á Íslandi í dag?
Afgashitamælir
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Afgashitamælir
Ef þú gefst upp á að leita af þessu hérna á klakanum þá eru þessir með nokkuð sniðuga mæla.
Getur verið með afgas, boost og olíuþrýsting allt í einum mæli.
http://www.glowshiftdirect.com/3in1-die ... auges.aspx
Svo ef menn vilja sameina bíltölvu aflestur og mæli í eitt þá er þetta málið.
http://www.aeroforcetech.com/products_interceptor.html
Getur verið með afgas, boost og olíuþrýsting allt í einum mæli.
http://www.glowshiftdirect.com/3in1-die ... auges.aspx
Svo ef menn vilja sameina bíltölvu aflestur og mæli í eitt þá er þetta málið.
http://www.aeroforcetech.com/products_interceptor.html
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Afgashitamælir
Þetta eru dýrir mælar. Minnir að samrás mælarnir kosti yfir 30þús og autogauge í N1 yfir 20 þús
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Afgashitamælir
Ég keypti einn hjá Bílabúð Benna um daginn og kostaði hann 22þús.
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Re: Afgashitamælir
Mig langar að troðast í þennan þráð og spyrja um þessa afgasmæla, hvort er betra að hafa þá digital eða svona venjulegan með nál? er einhver munur á nákvæmni og svoleiðis,
Ég er að spá í svona mæli sem á að fara á 2.5TDI MMC mótor og mig langar helst að hafa hann svona venjulegan með nál. Mér finnst það bæði flottara og svo hefur mér sýnst þessir digital mælar endast illa oft á tíðum.
en ég er að spá í einhverju eins og þessum. http://www.stackltd.com/instruments.html#
Ég er að spá í svona mæli sem á að fara á 2.5TDI MMC mótor og mig langar helst að hafa hann svona venjulegan með nál. Mér finnst það bæði flottara og svo hefur mér sýnst þessir digital mælar endast illa oft á tíðum.
en ég er að spá í einhverju eins og þessum. http://www.stackltd.com/instruments.html#
-
- Innlegg: 111
- Skráður: 10.apr 2010, 09:56
- Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Afgashitamælir
Ég er með Greddy mæli í Unimog og GBenz, báðir reynast vel. http://www.pbase.com/jonash/image/102114800/original
-
- Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgashitamælir
Mig langar að spyrja ykkur að einu, ég var að kaupa autogauge afgashitamæli í N1, ég er búinn að setja hann í bílinn en á eftir að koma skynjaranum fyrir og mælirinn sýnir 700°C sama hvort ég hef skynjarann í sambandi eða ekki, hafið þið orðið varir við þetta? á þetta að lagast þegar ég fer að nota mælinn?
Kv
Helgi Axel
Kv
Helgi Axel
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Afgashitamælir
Verðuru ekki bara að prófa að hita neman með hitabyssu t.d. Ekki er þetta límmiði á glerinu með ör á ? :þ
-
- Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgashitamælir
Hehe nei það er nú ekki svo gott :) hann fer beint uppí 700°eftir að ég set straum á hann, sama hvort skynjarinn er tengdur eða ekki, á eftir að koma skynjaranum fyrir, datt í hug að hann þyrfti að hitna allavega einusinni til að virka rétt.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Afgashitamælir
Sumir mælar þola ekki að kveikt sé á þeim án þess að hafa viðnámið og eru því einfaldlega brunnir og ónýtir, ertu viss um að það gæti það ekki átt við um þinn?
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgashitamælir
Tjahh, gæti alveg verið, ég var reyndar með skynjarann tengdann þegar ég kveikti á honum fyrst og hann gerði þetta strax þá, það er ekkert talað um það í leiðbeiningunum sem fylgdu mælinum að það megi ekki kveikja á honum nema hafa skynjarann tengdann. Enda væri það svolítið hæpið, ef tengið dytti í sundur þá myndi mælirinn eyðileggjast.
Re: Afgashitamælir
Mitt álit á þessum autogauge mælum frá N1 er að þetta er með því lélegra sem ég hef notað.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Afgashitamælir
viddi wrote:Mitt álit á þessum autogauge mælum frá N1 er að þetta er með því lélegra sem ég hef notað.
Væri ekki gaman að fá rökstuðning fyrir okkur hina? Sjálfur þekki ég þetta ekki þetta merki.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 259
- Skráður: 27.maí 2010, 19:27
- Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgashitamælir
Þetta er í fínu lagi hja mér núna, léleg spenna á geyminum hjá mér, var að skifta um vél og hef tapað e-h af geyminum á meðan, ég þekki fullt af mönnum sem hafa notað þessa mæla með góðum árangri ekkert heyrt um að þeir séu lélegir, annars ætla ég bara að prófa þetta kemur bara í ljós ef þetta er lélegt þá verður þetta bara ekki keypt aftur
Kv
Helgi Axel
Kv
Helgi Axel
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur