Síða 1 af 1

Hyster dísil-lyftari, drifbúnaður?

Posted: 10.mar 2015, 21:47
frá thor_man
Sælir spjallverjar.
Þekkja einhverjir hér inná drifbúnað í Hyster dísillyftara, er það rafmótor sem knúinn er af rafal sem svo er knúinn af dísilmótornum eða er einhver annar búnaður notaður? Þetta er lyftari sem er á uppboði hjá Króki og er lýst einhverju sambandsleysi í áfram/afturábak-pedalanum. Hverskonar bilun gæti maður átt von á við slíka bilunarlýsingu? Hann er árg. 1993 ef það skýrir málin eitthvað. Nú, ef einhverjir vita annars um ódýran dísillyftara sem er falur þá er bróðir minn að leita að einum slíkum í heyrúllurnar og er það þess vegna sem ég er að spyrjast fyrir um þennan Hyster-lyftara. Þætti vænt um ef einhverjir vildu miðla þekkingu sinni á þessum tækjum.

ÞB.

Re: Hyster dísil-lyftari, drifbúnaður?

Posted: 10.mar 2015, 21:56
frá Þorsteinn
Sambandsleysið er líklega í tökkunum sem eru í bremsupetalanum eða spólurnar fyrir afturábak eða áfram.
Það er converterskipting í þessum lyftara og ekki margt sem bilar í þessu. Mjög solid búnaður

Re: Hyster dísil-lyftari, drifbúnaður?

Posted: 11.mar 2015, 10:48
frá svarti sambo
Sæll.
Ég á til einn TCM, sem er búinn að vera í klössun. Það eru allar þéttingar nýjar í tjökkum, nýleg dekk og svo er verið að klára að endursmíða húsið á honum. Þannig að, það er spurning hvað honum liggur á lyftaranum. Hef verið að spá í að láta hann, fyrir 5 tonna bílalyftu ( tveggja pósta ). Það á allt að virka í honum.

Nánari uppl. vikurhofn@talnet.is eða 8982550

Re: Hyster dísil-lyftari, drifbúnaður?

Posted: 03.maí 2015, 22:25
frá thor_man
Til upplýsingar þá reyndist málið vera stífluð innvær sogsía sem ekki er nefnd í skrám yfir síur í þessum lyfturum enda afar lítilfjörleg, skildist mér. Síunni er haldið á sínum stað með gormi á aftöppunarboltanum. Þegar þessi sía var hreinsuð þá virkaði lyftarinn sem nýr...;P