Síða 1 af 1
hyundai h1 vesen
Posted: 09.mar 2015, 13:45
frá solider
Kannast einhver við það að vera með h1 sjálfskiptan 1999 sem vill ekki fara yfir 2000 snúninga gengur samt þokkanlega þegar hann er í lausaganginum, svo þegar maður er búinn að láta hann ganga eitthvað þá er eins og hann sprengi uppí throttle body. Ef ég lætt hann standa í smá stund með rafgeyminn ótengdan og tengi hann svo aftur þá gengur hann flott í nokkrar mínutur og byrjar svo að hegða sér eins aftur.
Re: hyundai h1 vesen
Posted: 09.mar 2015, 20:49
frá Adam
Bensín eða diesel?
Re: hyundai h1 vesen
Posted: 10.mar 2015, 07:06
frá solider
þetta er 2,4 bensín ekið 158þúsund
Re: hyundai h1 vesen
Posted: 10.mar 2015, 08:15
frá jongud
Eins og alltaf með bensínvélar með EFI;
LESA AF TÖLVUNNI !
Það er greinilegt að tölvan gerir eitthvað vitlaust þegar hún ætlar að fara í svokallaða "closed loop". Líklega af því að hún fær ekki réttar upplýsingar frá einhverjum skynjara.
Re: hyundai h1 vesen
Posted: 10.mar 2015, 22:02
frá Adam
Jafnvel bensínþrýstingur of lár eða skert flæði
Re: hyundai h1 vesen
Posted: 14.mar 2015, 16:42
frá solider
Tókum hægagangskynjaran úr sambandi þá fór bíllinn að ganga á 3000 snúningum og datt svo niður í 1200 snúninga þegar að maður setti í drive og var eðlilegur. Svo tengdi maður skynjaran aftur þá varð hann eins fór ekki upp fyrir 2000 snúninga.