Síða 1 af 1
Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 14:56
frá solemio
Góðan daginn.er manni óhætt að dýpka mynstur a 33" dekkjum???
Re: Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 17:06
frá jongud
Tækninefndin hjá 4X4 klúbbnum fór yfir þetta í fyrra.
Það er óheimilt að dýpka mynstur niður fyrir upprunalega mynsturdýpt.
Eina undantekningin eru vörubíladekk sem eru sérstaklega merkt "regroovable"
Re: Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 18:17
frá solemio
Ok gott að vita,var nefnilega líka að spá i 44"cepek sem eru skorin.
Þau standast þa ekki skoðun
Re: Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 18:55
frá haffiamp
þú mátt alveg skera í mynsturkubba sem eru til staðar, en ekki niður í banann sjálfann, það er ólöglegt
Re: Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 19:07
frá ellisnorra
Akkúrat. Ég er stórundrandi hvað menn eru kaldir að dýpka munstrið. Ef eitthvað klikkar, þarf ekki að vera hjá manni sjálfum, þá getur maður verið dæmdur verulega niður í rétti, lendi maður í umferðaróhappi eða slysi. Þá getur þetta verið alveg hryllilega dýr sparnaður.
Skaðabótakröfur við líkamstjón í umferðaróhöppum geta hæglega hlaupið á tugum milljóna, sem tryggingafélagið borgar ef allt er eðlilegt.
Ef bíll er vanbúinn á þann máta að dekk eru munstursdýpkuð, hvort sem dekkin eru valdur af slysinu eða "bara með", þá getur ökumaður setið uppi með hluta af skaðabótakröfunni.
Þetta er gambl sem mér finnst ótrúlega vitlaust. Fyrir utan hið augljósa, dekkin eru ekki byggð til munsturdýpkunar og geta hæglega hvellsprungið, það er alltaf jafn óþægilegt, hvort sem bíllinn endar (á hvolfi?) úti í móa eða ekki.
Förum varlega, pössum ferða- og breytinafrelsið.
Re: Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 20:55
frá jeepcj7
Ég hef reyndar enga trú á því að munstursskurður geti aukið líkur á því að dekk hvellspringi get ekki séð hvernig það á að geta gerst.
Það ætti frekar að skoða aldur á dekkjum ef menn hafa áhyggjur af hvellsprengingum og líklega banna misþyrmingu á dekkjum (hrað akstur á úrhleyptu) sem vonandi gerist ekki.
Re: Dekkjaskurður
Posted: 05.mar 2015, 20:58
frá ellisnorra
Einhver er ástæða dekkjaframleiðenda fyrir ákveðinni þykkt á bananum, varla eru þeir að gera það uppá djókið að eyða gúmmíi í það.
Hvað sem því líður, þá er þetta bannað og getur verið ansi dýr sparnaður.