Síða 1 af 1

smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 14:11
frá LeibbiMagg
nu er ég nýr í þessu og er ennþá bara að læra

veit að það er buið að vera vesen með vélarnar í trooper olíuverkið og þessháttar en þessir bílar sem buið er að kalla inn og taka upp vélarnar í? er sama vesenið á þeim eftir 100 þus km ?

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 14:48
frá Þorri
Þetta skilst mér vera viðvarandi galli þ.e. að spíssa þéttingarnar gefa sig og þeir leka diesel olíunni út í smurolíuna. Ef það er fylgst vel með þessu þá geta þær hangið heilar í sæmilega langan tíma.
Vest hvað það er ömurlegt að eiga við allt sem við kemur þessum vélum það virðist alveg sama hvað þarf að gera það er allt vesen. En skemmtileg vinnsla þegar allt virkar og eyðslan ekki mikil miðað við stærð bílsins. 3.1 mótorinn var mikið þægilegri við að eiga en hann var ekki með common rail og skilaði mikið minna afli.
K.v Þorri

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 14:50
frá jeepson
sumir láta ægilega vel af þessum vélum aðrir ekki. Ég þekki allavega 3 sem eiga svona bíla og í tveim þeirra er búið að skipta um spíssa, dælur og eitthvað fleira. í þeim þriðja sem er á óbreyttur er ekkert búið að gera ef ég man rétt. Einn þessara bíla er núna með ónýta túrbínu þar sem að önnur olíudælan fór. Skylst að það séu 2 olíudælur í þessum. Leiðréttið mig ef það er bull. En sá bíll er ekin minnir mig 280þús og hægt er að fá hann á 450 þús að mig minnir. sá sem á hann veit um túrbínu til sölu á 30kall sem á að vera í fínu lagi. Ég hef annars heyrt að þessir bílar sem eru á 33-35 eyði litlu miðað við stærð.

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 14:58
frá LeibbiMagg
gaman að segja frá þvi að eyðslan er jú verulega skemtilega lítil ég fór frá akureyri til þórshafnar á rétt rúmum 1/4 af tanknum og keyrði í svona 80-90kmh þannig eyðslan er skemtileg ...en ég var buinn að heira að velarnar í þessum bílum væru að gefa sig á 100þus km fresti og fór ég að pæla í þessu þvi velin var tekin upp í minum i 100 þus km og er nuna keyrður 180 þus km...

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 15:44
frá birgthor
Fylgstu bara vel með olíunni á bílnum, ef það fer allt í einu að hækka olían á kvarðanum án þess að þú hafir bætt á þá er líklegt að dísel olía sé að komast í smurolíuna.

Annars þekki ég ekki hvort þessir spíssar sem voru settir í eftir upptekt hafi verið að bila líka.

Ein spurning varðandi þetta frá mér: Voru þetta einu gallarnir í þessari vél, þ.e. spíssarnir?

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 16:33
frá Þorri
Þetta fann ég á alnetinu án mikillar fyrirhafnar.
Sorry for bringing up such an old tread. I work for Isuzu as a mechanic so i said for future reference here is the problems associated with the 3.0 DOHC Turbo engine.

1. Injectors. Usually the electronics in them fail and cause a miss fire.

2. Injector Sleeves. Causing diesel to leak into the sump and in severe cases the oil/diesel mixture filling up to such an extent that the vehicle actually runs on its own, on the mixture. This can cause the engine to rev to the maximum until all the oil/diesel mixture is burned or the engine basically destroys itself.

3. Rail Pressure Sensor. If the E.C.U cant determine what pressure is at the rail the vehicle may not start or stop running . A fairly simple fix with only the rocker cover needing to come off.

4. Rail Pressure Control Valve. This controls the pressure supplied to the rail. Engine will not start if this control valve is faulty.

5. Turbocharger. A very unreliable unit. Seals usually go after 50000miles.

6. Dual Mass Flywheel. Seldom give trouble but I have seen a few that have. If the new flywheel is taken off and not put back in the same way as the old one (lined up via a half moon shaped mark) the engine will not start as the flywheel sensor will be unable to determine the position of the flywheel.

7. Throttle Position Sensor. Fairly troublesome. Usually no deteriation in driveability but will bring on the engine light.

The engine is a gem when running correctly but unfortunately its a rare occurrence. I think the 02 onwards models had a lot of modifications done to them such as improved injectors etc.
allur þráðurinn hér http://www.honestjohn.co.uk/forum/post/ ... tm?t=20771
kv. Þorri

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 16:42
frá Morte
Ég átti einn sem var frábær að keyra þegar hann hélst í lagi, en ég keyrði hann 40þ km á meðan ég átti hann en á þeim tíma þurfti 2 að skipta um spíssana, 2. glóðarkertin, Ein túrbína ,startari, skynjarar, Fuelrailið, skiptingu og fleira en síðan átti ég annan sem var keyrður 200þ km og þar þurfti aldrei að skipta um neitt nema þessa vanalega slithluti svo að þeir eru mismunandi þessir bílar

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 18:21
frá LeibbiMagg
þakka fyrir svörin.....held þetta se rosalega misjafnt miða við hvað menn segja sumir eru hæst ánægðir með sina bila og aldrei neitt að og sumir bilar eru alltaf til travala minn sinir reindar engin merki um olíu leka stundum er reindar eins og það komi blásturshljóð en það fer alltaf bara strax aftur s.s eins og einhver sé að blása í gegnum pústið hehe....sá umræðu hérna á spjallinu og þetta minnir svolítið á það en þa voru menn að tala um að þetta gæti verið bínu vesen....en hann vinnur eins og enginn sé morgunndagurinn þannig ég hef ekki haft neinar stórvægilegar áhyggjur af þessu

en ég þakka mönnum fyrir svörin

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 18:49
frá Sævar Örn
Það koma fjórir svona bílar reglulega í viðgerð hjá mér og það er aldrei neitt smávægilegt, yfirleitt þriggja stafa tölur og þá aðallega í varahlutakostnað.

Einn bíllinn er á þriðja mótor og síðasti mótorinn á öðru heddinu og boddíið ekið rétt rúm 200 þúsund.

afturhjóllegur hafa gefið sig með óþarflega litlu millibili

höggpúðinn í svinghjólinu rifnar oft í sundur



þetta eru bara hræðilegir bílar svona ef ég á að gefa hlutlaust svar þar sem mér hvorki líkar við þá né hata þá neitt sérstaklega. en ég myndi ekki ráðleggja neinum sem ég þekki að fá sér svona bíl, það er margt til betra sem býður upp á sömu kosti og trooperinn, þó boddíið sé flott þá er algjör synd að vélræni hlutinn sé svona skelfilega óvandaður

en ég sé auðvitað bara þá bíla sem eru bilaðir enda verkstæðisstarfsmaður, en maður sér óþarflega mikið af þessum bílum í lamasessi miðað við aðrar tegundir á svipuðum aldri

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 21:26
frá LeibbiMagg
eg skil þig en eins og ég sagði herna áðan þá virðist þetta vera svolítið misjafnt sumir sleppa en sumir til vandræða allan timan eg er sáttur með minn eins og er hefur ekki verið neitt vandræða stand á honum eina að kolin fóru i altanotornum en það getur gerst í hvaða bíl sem er en skulum bara segja 7,9,13

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 22:43
frá Offari
maður heyrir ýmislegt misjafnt um þessa bíla en þeir sem eiga svona bíla segjast ekki hafa lent í vandræðum með spíssana eftir að umboðið innkallaði fyrstu spíssana. Kannsk vilja eigendur ekki segja frá göllunum fyrr en þeir losna við bílinn.

Re: smá pælingar

Posted: 04.jan 2011, 23:34
frá LeibbiMagg
svo er það nu spurning hvort þeir vilji segja fra eins og þu sagðir en það verður að hafa það ....enn og aftur þakka ég fyrir góð svör og svo er bara að vonast til þess að minn hagi sér nu skikkanlega:)

Re: smá pælingar

Posted: 06.jan 2011, 23:10
frá Ingi
ég heyrði einhverstaðar að það væri eitthvað klafavandamál í sumum breittu bílunum það ætti það til að koma sprungur í klafana sem endar notla með því að þeir brotna

Re: smá pælingar

Posted: 06.jan 2011, 23:55
frá LeibbiMagg
já eins og með svo marga klafabíla sem eru komnir á stór dekk en planið er að skella undir hann hásingum....eiga ekki patrol hásingarnar að passa undir þessa bila?