Sælir
Ég veit ekkert í hvaða flokk ég ætti að setja þetta þannig að ég set þetta bara hérna en jæja þá var ég að eignast einn C202 lappa, komin inn í skúr og þá er bara að byrja að sanka að sér upplýsingum og gera plön.
Er einhver hérna sem að hefur eithvað átt við þessa bíla.?
Mér langar svo að vita t.d. hvaða dísel mótor menn hafa sett í þá, hef heyrt um að einn hafi gert það en það fylgdi ekkert söguni hvernig mótor það hefði verið.
Hvort að það sé stórmál að skilja boddý og grind að.?
Hvort einhver viti hvar sé hægt að nálgast varahluti, geri mér fulla grein fyrir því að það sé ekki hér á landi en hvar úti þá.?
Svona ýmislegt sem veltur á manni.
Kveðja Danni
Volvo Laplander
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Volvo Laplander
Ég umgekkst dálítið svona lappa fyrir 20-30 árum síðan í hann hafði verið sett 4 cylendra VM turbo og hann vann sæmilega miðað við bíla á þeim tíma.Sá bíll var svo settur á 40" dekk,læsingar í báða enda og eftir það var gírkassinn mjög viðkvæmur hafði staðið sig ágætlega fram að því þetta var orginal kassinn sem var notaður í þessu tilviki.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur