Síða 1 af 1

Ferðin yfir Grænlandsjökul

Posted: 01.mar 2015, 21:12
frá Magni
Hérna er video af ferðinni sem var farin yfir Grænlandsjökul, 3 stk land cruiser 80.

Hér

Vita menn um fleiri video af þessari ferð?

Hvar eru þessir jeppar í dag?

Re: Ferðin yfir Grænlandsjökul

Posted: 01.mar 2015, 22:02
frá svarti sambo
Eru þeir ekki bara ennþá á meginlandinu til sýningar.

Re: Ferðin yfir Grænlandsjökul

Posted: 01.mar 2015, 22:55
frá raggos
pamela virðist hafa verið á Íslandi 2008
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/488973/

Re: Ferðin yfir Grænlandsjökul

Posted: 02.mar 2015, 08:06
frá Gudnyjon
Sko á þessum tíma þá voru þessir bílar í eigu 1stk Arngrímur, 1 stk Toyota/Arctictrucks og síðan 1 stk H.S.Tintron. Í dag þá held ég að Arngrímur eigi sinn enþá Tintron seldi sinn 2000 en kaupir Arctictrucks bílinn 2006 og eiga hann en. Pamelan sem var áður í eigu Tintrons er á selfossi. Þannig að allir þessir bílar eru á landinu og í notkunn

Re: Ferðin yfir Grænlandsjökul

Posted: 02.mar 2015, 08:19
frá ellisnorra
Þessi græni, sem mig minnir að Arngrímur hafi átt, var með einkanúmerið NR1 (veit ekki hvort það sést í videoinu, skoða það síðar). Græni liturinn er bara plastfilma, hann var grár undir. Síðast þegar ég sá hann þá var búið að af-filma hann, það var fyrir mörgum árum síðan. Ég veit ekki fastanúmerið á honum.