Sælir, mig vantar smá ráð frá ykkur..
er með grand cherokee jeep laredo 95 árgerð 4.0l bensín 6cylendra,sjalfskiptann , keyrðann 244.xxx ..
en get fengið 94 árgerð af Nissan patrol, 2.8l dísel ,beinskiptann, keyrðann rétt rúm 300.000 í skiptum.
Hvernig er ykkar reynsla af þessum bílum? Hvor er að reynast betri í fjallaferðir, eyðslu og bilanatíðni?
Er með smá valkvíða, svo þið megið endilega hjálpa mér að einfalda valið :)
grand cherokee vs Nissan patrol?
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: grand cherokee vs Nissan patrol?
tja þegar stórt er spurt.
Þetta eru auðvitað mjög ólíkir bílar
Cherokeeinn er minni og eyðir meira en á móti töluvert aflmeiri og léttari
Þannig hvor bíll fyrir sig á 38" dekkjum þá væri cherokeeinn vafalaust að fara meira.
Báðir bílar eiga það sameiginlegt að það er frekar gott að fá parta í þá, en cherokeeinn hefur samt vinningin þar, þar sem hann er vinsæll í USA þá er til alveg mýgrútur af drasli í hann á mjög skaplegan pening, eina sem er gott að fá í patrol er eitthvað sem þú finnur í bílum sem er verið að rífa hérna heima, líka mikið til hér heima af cherokeeum í rifi.
Drifbúnaður og annað er svo töluvert sterkara og endingarbetra í patrol.
Fyrir mitt leiti myndi ég velja cherokeeinn (enda gerði ég það um daginn) ef þú getur sætt þig við aðeins hærri eyðslutölur.
Varðandi bilanir þá held ég að patrolinn standi betur, án þess ég hafi nokkuð mikið fyrir mér í því nema frá vinum og kunningjum.
Eins er betra að fá heila boddýhluti í cherokee en patrol þegar þetta byrjar að ryðga.
Bara minn túkall.
Þetta eru auðvitað mjög ólíkir bílar
Cherokeeinn er minni og eyðir meira en á móti töluvert aflmeiri og léttari
Þannig hvor bíll fyrir sig á 38" dekkjum þá væri cherokeeinn vafalaust að fara meira.
Báðir bílar eiga það sameiginlegt að það er frekar gott að fá parta í þá, en cherokeeinn hefur samt vinningin þar, þar sem hann er vinsæll í USA þá er til alveg mýgrútur af drasli í hann á mjög skaplegan pening, eina sem er gott að fá í patrol er eitthvað sem þú finnur í bílum sem er verið að rífa hérna heima, líka mikið til hér heima af cherokeeum í rifi.
Drifbúnaður og annað er svo töluvert sterkara og endingarbetra í patrol.
Fyrir mitt leiti myndi ég velja cherokeeinn (enda gerði ég það um daginn) ef þú getur sætt þig við aðeins hærri eyðslutölur.
Varðandi bilanir þá held ég að patrolinn standi betur, án þess ég hafi nokkuð mikið fyrir mér í því nema frá vinum og kunningjum.
Eins er betra að fá heila boddýhluti í cherokee en patrol þegar þetta byrjar að ryðga.
Bara minn túkall.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 10.mar 2012, 11:05
- Fullt nafn: Guðmann Jónasson
- Bíltegund: Musso
Re: grand cherokee vs Nissan patrol?
Sæll.
átti 38"Grand Cherokee með 4 l vélinni í nokkur ár, eyðsla á fjöllum yfirleitt 25-32 ltr. Fór mest í 45 ltr í einum túrnum,í mjög þungu færi,(mest allt ekið á 3-4000 sn í lága með á 1-2 pundum) LC 120 bíll sem keyrði slóðina mína var með 34 ltr :)
Patrol eyðir alveg helling líka...allavega þeir bílar sem ég hef ferðast með.
Af þessum 2 tæki ég cherokee alla daga vikunnar, þó að pattinn hafi líka ýmsa kosti fram yfir hann þá er hamingju og þægindastuðullinn mun hærri í JEEP :).
kv
Guðmann
átti 38"Grand Cherokee með 4 l vélinni í nokkur ár, eyðsla á fjöllum yfirleitt 25-32 ltr. Fór mest í 45 ltr í einum túrnum,í mjög þungu færi,(mest allt ekið á 3-4000 sn í lága með á 1-2 pundum) LC 120 bíll sem keyrði slóðina mína var með 34 ltr :)
Patrol eyðir alveg helling líka...allavega þeir bílar sem ég hef ferðast með.
Af þessum 2 tæki ég cherokee alla daga vikunnar, þó að pattinn hafi líka ýmsa kosti fram yfir hann þá er hamingju og þægindastuðullinn mun hærri í JEEP :).
kv
Guðmann
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: grand cherokee vs Nissan patrol?
Nú er ég nú patrol eigandi en hef átt 3 cherokee bíla. allir XJ 86 90 og 91 90 bíllinn var á 38" 4.88 hlutföll læstur að aftan. Það skorti ekki aflið í hann. Og það skorti ekki eyðsluna heldur. Það sem að pattinn hefur mikið fram yfir er auðvitað sterkari drifbúnaður. lægri eyðsla og meira pláss. Báðir flottir jeppar. Pattinn fer vel með mann gott að keyra hann og drífur mjög vel. En hann er auðvitað kraft minni. Ég sé ekki eftir því að hafa keypt patrol og á 2 á 33" og einn á 38" En ef að þú ert í patrol hugleiðingum skoðaðu þá grindina vel að aftan. sýlsa og bretti. Mér fynst nú reyndar cherokee vera ansi ryðsækin líka. En þetta ryðgar svosem alt sama hvað þetta heitir.. 2.8 vélarnar í patrol eru fínustu vélar en hafa sína galla. En auðveldlega hægt að komast hjá þessum göllum svosem of hitnun og hedd veseni. Ég mæli klárlega með patrol. Cherokee á 38" hefur góða drifgetu og nægt afl. yfirleitt gott að keyra þá. En mér fynst þeir persónulega ekki vera pláss miklir.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: grand cherokee vs Nissan patrol?
Ef þig vantar ekki meira pláss þá er rugl að skipta, þannig séð.
Cherokeeinn er og verður alltaf mikið skemmtilegri akstursbíll. Grand Cherokee virðist að auki vera skárri en litli Cherokee ryðlega séð, engin renna á toppnum sem ryðgar burt en það er einna helst að sílsarnir vilji hverfa.
Ég myndi síðan ekki gera ráð fyrir að lækka eyðsluna neitt mjög mikið með því að skipta í Patrol.
Drifbúnaður og slíkt er vissulega verklegra í Patrol en original hásingarnar í Cherokee hafa gengið þokkalega fyrir 38" hjól, þó það sé viðhald endrum og eins eru varahlutirnir ekki dýrir eins og hefur verið nefnt. Í Patrol þarf að skipta sjaldnar um ýmislegt en það er þeim mun dýrara þegar þess gerist þörf.
Ég myndi segja að ef þú ert ekki ósáttur við þennan Cherokee sem þú ert með sértu ekki að komast í neitt betra með því að skipta í Patrol.
Cherokeeinn er og verður alltaf mikið skemmtilegri akstursbíll. Grand Cherokee virðist að auki vera skárri en litli Cherokee ryðlega séð, engin renna á toppnum sem ryðgar burt en það er einna helst að sílsarnir vilji hverfa.
Ég myndi síðan ekki gera ráð fyrir að lækka eyðsluna neitt mjög mikið með því að skipta í Patrol.
Drifbúnaður og slíkt er vissulega verklegra í Patrol en original hásingarnar í Cherokee hafa gengið þokkalega fyrir 38" hjól, þó það sé viðhald endrum og eins eru varahlutirnir ekki dýrir eins og hefur verið nefnt. Í Patrol þarf að skipta sjaldnar um ýmislegt en það er þeim mun dýrara þegar þess gerist þörf.
Ég myndi segja að ef þú ert ekki ósáttur við þennan Cherokee sem þú ert með sértu ekki að komast í neitt betra með því að skipta í Patrol.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 14
- Skráður: 12.feb 2015, 12:12
- Fullt nafn: Ingi Þór Arngrímsson
- Bíltegund: grand cherokee jeep
Re: grand cherokee vs Nissan patrol?
Ég hélt mér við cherokeeinn :)
Takk fyrir svörin :)
Takk fyrir svörin :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur