skipting á spindli hjá bíljöfur.


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá trebatur » 25.feb 2015, 09:14

Sælir ég fór með bílinn minn í skoðun Dodge ram 2500 cummins 1999.

Það kom ýmislegt í ljós, meðal annars að skipta um neðri spindill að framan vinstra meiginn neðri. Ég treysti mér ekki í þá aðgerð þar sem ég er ekki með tæki og tól í þetta,þannig að ég hringdi í bíljöfur og þeir sögðu að þetta tæki svona 3 tíma að skipta um þetta en gæti tekið alveg uppí 8 tíma fer eftir hvað þetta er fast sagði hann. Tíminn kostar 11000kr minnir mig.
Er þetta eðlilegt ? vitiði um einhvern sem er ódyrari eða er þetta bara verðið?




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá ivar » 25.feb 2015, 09:20

Aron í Breyti gerði þetta hagstæðara fyrir mig í f350 minnir mig.
Man nú ekki nákvæmlega verð né tíma en mig minnir að hann hafi verið að tala um 1,5 tíma hvoru meginn.

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá muggur » 25.feb 2015, 09:22

Var í sama brasi með spindilkúlu i Pajero í vor. Var gefið upp 2 til 5 tímar í þetta og verðið eins og þú segir. Þannig að ég held að þeir séu ekkert að snuða þig. Keypti mér verkfræri fyrir ca 20 þús kall og lá yfir svona viðgerðum á youtube. Reyndist ekkert svakalegt mál svona eftir á að hyggja þó að ég hafi nú blótað dáldið á meðan á þessu stóð.
Gandi þér vel.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá muggur » 25.feb 2015, 09:24

og kostur við amerísku bílana er að kaninn er youtube óður og gerir myndbönd af öllu.

https://www.youtube.com/watch?v=Q0q5I8YZCFA
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá juddi » 25.feb 2015, 10:41

Ég get allavega gefið þér mun betra verð í þetta en Bíljöfur hafðu bara samband ef þú hefur áhuga
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá trebatur » 25.feb 2015, 14:36

Þar sem ég kan ekki að senda einkapóst?
skrifa ég bara hérna. juddi hvaða verð geturu boðið mér endilega sendu mér á trebatur@gmail.com síma og svoleiðz takk takk..


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá Fordinn » 25.feb 2015, 18:07

uppí 8 tíma????? er ekki i lagi með þessa menn? madur stendur i svona tíma brasi þegar madur er að gera þetta úti á plani og án allra verkfæra.... menn sem vita hvað þeir eru að gera og með allar græjur láta ekki svona útur sér....


Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá Valdi 27 » 25.feb 2015, 20:08

Hef skipt um spindilkúlur í svona Ram, þó nokkrum árum yngri en svipaður búnaður minnir mig. Ég var ca 3-4 tíma sitthvoru megin. En ef þú ferð í það að skipta þá mæli ég með því að þú látir skipta um efri í leiðinni. fyrst það er búið að rífa allt í burtu.


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá trebatur » 25.feb 2015, 20:56

Fór til einn mann í dag uppi á höfða man ekki alveg hvað það heitir, allt ómerkt en víst algjör snilli fór inn til hans og hann skelti skjalatösku á borðið og reif upp reiknivél og sagði "Ég skipti bara um efri og neðri spindil og það kostar svona 24þúsund krónur" ég er bara nokkuð sáttur með það sko. það var slatti af jeepum hjá honum skal skrifa nafnið á honum þegar ég man það, það er pottþétt einhver hérna sem þekkir kauða..


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá magnum62 » 25.feb 2015, 23:21

Sem sagt maður er bara á nokkuð ásættanlegu kaupi ef allt svona gengur stóráfallalaust. Er akkúrat að fara að gera þetta á morgun í Jeep Grand Cherokee. Virðist vera talsvert rifrildi.

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá Gulli J » 26.feb 2015, 01:12

Varðandi spindilkúlur, setjið í orgianl eða Mog, aðrar geta verið svo arfa lélegar að það tekur því ekki að setja þær í, hef þurft að láta skipta um ársgamlar kúlur.
Einn í Aðalskoðun sagði mér að það kæmi fyrir að nýjar kúlur væru stundum eins og slitnar kúlur, ný komnar í bílinn.
Mér er sagt að Mog séu lang bestar af þessum aftermarkets kúlum.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá magnum62 » 27.feb 2015, 01:49

Ég er nú ekki með neina sérstaka viðgerðaraðstöðu, bara venjuleg bílskúrsverkfæri ekki suðu- eða hitunnargræjur og ekki loft, og svo þegar ég fór í þetta hjá mér í gær, reyndist það þrautinni þyngri, því mér tókst að losa 1 af 3 boltunum sem halda stýris-hnúðnum og legu-hubinu saman. Nú þarf ég að fara eitthvert og sjóða ró á þessa asnalegu (samt sniðuglega hönnuðu) pinna sem halda þessu saman því ég er náttúrulega búinn að kjaga allt átak á þessu. Þetta tók mig hellings tíma og mikið blót og pirrelsi. :) En að upprunalegu fullyrðingunni um verð, þá finnst mér 11.000 kr klukkutími á verkstæði bara orðið brjálæði, því ég veit að annarstaðar er miðað við 3500 - 4000 kr klst. Í hverju liggur munurinn?

KV, MG


magnum62
Innlegg: 201
Skráður: 19.aug 2011, 17:10
Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l

Re: skipting á spindli hjá bíljöfur.

Postfrá magnum62 » 27.feb 2015, 01:55

Gulli J wrote:Varðandi spindilkúlur, setjið í orgianl eða Mog, aðrar geta verið svo arfa lélegar að það tekur því ekki að setja þær í, hef þurft að láta skipta um ársgamlar kúlur.
Einn í Aðalskoðun sagði mér að það kæmi fyrir að nýjar kúlur væru stundum eins og slitnar kúlur, ný komnar í bílinn.
Mér er sagt að Mog séu lang bestar af þessum aftermarkets kúlum.


Sölumaður hjá Benna sagði mér nú í gær að MOOG væri nú framleitt annarstaðar en í Bandaríkjunum og meðal annar í Taiwan og Kína, svo eflaust getur maður lent á lélegu dóti líka merktu MOOG. Því skil ég ekki verðmuninn á þessu drasli.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir