Hleðsla í patrol/ hraðamælir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Hleðsla í patrol/ hraðamælir
Sælir félagar er að aðstoða einn félagan með Patrol 92 disel. Bíllinn alltaf rafmagnslaus að morgni búinn að skipta um geyma. Er að sjá hraðmælinn lyftast við inngjöf fer upp í 100km og heldur að hann sé snúningshraðamælir. Hann mótor þvoði bílinn ekki fyrir löngu. Er þetta ekki merki um að altenatorinn sé farinn.?? eða er þetta eitthvað ódýrara. Startar fín og hitar glóðarkerti eðlilega en tæmir geyma fljótt. Hvernig get ég mælt útleiðslu á þennan venjubundna mælir ac og dc sem ég nota mikið. Á hvaða stillingu hefur maður þennan mæli til að mæla útleiðslu kanski á Amper eða 12v dc? eða er ekki hægt að mæla með svona mæli og á bara að byrja að plokka öryggi úr?? kveðja guðni á siglón
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hleðsla í patrol/ hraðamælir
Er ekki bara best að byrja á því að mæla spennuna á geymirinum, fyrir gangsetningu og svo þegar bílinn er kominn í gang. Full hlaðinn geymir, mælist 12,6-7 DCV og þegar að alternatorinn er búinn að kveikja, þá ættir þú að mæla 13,5-14,5 DCV. Til að mælingin sé sem réttust, varðandi ný hlaðinn geymir, þá þarf hann að vera búinn að standa án hleðslu í minnst 12 tíma. Síðan eyðir WD40 öllum raka, ef hann er að mynda útleiðslu. Mæli með ampertöng til að finna útleiðslu.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Hleðsla í patrol/ hraðamælir
Sæll Elías það sem undrar mig mest er að sjá hraðamælinn stíga við inn gjöf og haga sér eins og snúningshraðamælir.Spurnig hvort þetta séu þekkt einkenni á bilun í altenator í Patrol. Virðist vera töluverð útleiðsla en ég á ekki ampertöng.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Hleðsla í patrol/ hraðamælir
Sæll Elías það sem undrar mig mest er að sjá hraðamælinn stíga við inn gjöf og haga sér eins og snúningshraðamælir.Spurnig hvort þetta séu þekkt einkenni á bilun í altenator í Patrol. Virðist vera töluverð útleiðsla en ég á ekki ampertöng.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hleðsla í patrol/ hraðamælir
Minn Patrol y60 gerði þetta líka, hraðamælirinn fór á flug, sérstaklega strax eftir að sett var í gang eða ef spenna var lág t.d. ef öll ljós voru kveikt eða bíllinn notaður til að gefa start
Samt var allt í fínu lagi með hleðsluna
Samt var allt í fínu lagi með hleðsluna
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hleðsla í patrol/ hraðamælir
Flestir mælar eru bara spennumælar og svo eru nemarnir breytileg mótstaða. Ef spennan er á einhverju flökti, þá getur það ruglað mælana. En snúningshraðamælir er tíðnimælir. Ef mælir missir t.d. sambandið við skynjarann, þá fer hann ýmist í botn eða gerir ekki neitt. Þú getur prófað t.d. að viðnámsmæla (omh) á milli plús og stells á alternatornum án þess að hafa hann tengdann. Ef þú færð einhverja mælingu þannig, þá er útleiðsla í alternatornum. Getur sett vírana saman á mælinum, til að sjá hvernig hann brekst við leiðni, og svo er bara að athuga hvort að það sé leiðni á milli tveggja staða, þar sem að það á ekki að vera. Það getur líka verið að afriðillinn í alternatornum sé bilaður (farin díóða).
Fer það á þrjóskunni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur