Síða 1 af 1
Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 12:38
frá Jonasj
Þekkir einhver hvaða tegund af bremsudælu þetta er? Er mixað á Dana 44 að aftan. Með barkahandbremsu. Það virðist vera mjög erfitt að snúa henni og hún er föst í efri "sleðanum" Er annars ekki hægt að skipta um þessa pinna sem dælan rennur á - án þess a skipta um dæluna?

- 20150222_121410.jpg (98.75 KiB) Viewed 3590 times

- 20150222_121353.jpg (105.66 KiB) Viewed 3590 times
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 12:49
frá sukkaturbo
Sæll kanski Subaru er ekki viss samt
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 13:52
frá Atli E
Sé ekki betur enn að þetta sé bremsudælur úr subaru 1800 að framan. árg 1985-1989
Smá smuga að þetta sé líka úr subaru 1800 árg. 1981-1984 bílunum.
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 14:03
frá Jonasj
Það er handbremsa á þessu. Er handbremsan að framan á Subaru?
JJ
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 14:06
frá Sævar Örn
já og þetta er subaru 1985-1991 týpan
Nærðu ekki að liðka færslujárnin? Stundum borgar sig að hita þetta því gúmíunum er hægt að redda en erfiðara að útvega pinnana
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 14:25
frá Jonasj
Er hægt að skipta um pinnana ef hægt er að finna nýja?
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 14:35
frá biturk
ná pinnanum úr, pússa með fínum sandpappír og setja saman með hvítri bremsufeiti, það virkar oft
annars að kaupa pinna og gúmmí, það á að vera hægt að fá allt í þetta ennþá
Re: Hvaða bremsudæla er þetta?
Posted: 22.feb 2015, 17:16
frá Jonasj
Náði þessu í sundur með þolinmæði, kúbeini og slaghamri og slatta af smurefni. Þetta var allt kengryðgað saman. Pússaði upp og smurði. Þetta er því þokkalegt. Þarf að redda mér fjöðrum sem halda klossunum stöðugum. Þeir skröltu í. Endalaust tikk í þessu drasli.