Startklukka 24/12

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Startklukka 24/12

Postfrá Hjörturinn » 20.feb 2015, 11:06

Daginn.
Langaði að forvitnast hvað menn hafa verið að gera til að fá 24 volta start á 12volta bílum, svipað og 80 cruiser er með og aðrir bílar, eins líka hvort menn þekkji þá bíla sem komu með svona búnaði?
Skilst að þetta hafi verið í bens kálfunum hérna í gamladaga, vitiði um einhvern sem á eitthvað í þá bíla?

Er búinn að skoða þetta uppí toyota en verðið er svo mikill dónaskapur á þessu þar að ég ætla ekkert að pæla meira í því.

Kallast líka "Series Parallel" switch eða relay

Allar upplýsingar um hvernig er best að tækla þetta vel þegnar.


Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Startklukka 24/12

Postfrá svarti sambo » 20.feb 2015, 11:25

Ég hef svo sem aldrei prófað þetta eða spáð í þetta, en ég sé fyrir mér að vera með einangraðan startara og taka svo plús og mínus af sitt hvorum geymirnum niður á startara og vera svo með t.d. 100A relay sem raðtengir geymana þegar að þú snýrð lyklinum á start. Seríu tengir sem sagt stýris-strauminn fyrir spóluna á startaranum í stýris-strauminn á relay-inu sem raðtengir geymana. Svo þarf sjálfsagt eithvað af öðrum búnaði að vinna á 10-32V. Eða vera með hann tengdan sem 24V og vera svo með spennubreytir 24/12 fyrir alla aðra notendur. En þá þarftu að setja 24V alternator líka.
Síðast breytt af svarti sambo þann 20.feb 2015, 11:51, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Startklukka 24/12

Postfrá Offari » 20.feb 2015, 11:42

Þetta var í benz kálfum og einhverjum eldri Benz vörubílum. En þetta var bilanagjarnt og því fengu menn sér frekar 12v startara en að reyna að halda þessu gangandi. Þetta hætti að koma í Benz fyrir held ég rúmlega 30 árum.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Startklukka 24/12

Postfrá olei » 20.feb 2015, 11:43

Ég held að lausin á þessu í dag sé ódýr og einföld.

Fyrst er það klassíska:
Lætur original rafkerfið halda sér og bætir við rafgeymi sem þú seríutengir við þann sem fyrir er upp í 24 volt og þar tekur þú startið út.

Þá er það sem eftir stendur hvernig þú hleður þennan viðbótargeymi?
Hann notast eingöngu í starti og því þarf ekki mikla hleðslu inn á hann í amperum talið. Bara að skila orkunni sem fór í startið sjálft og allur bíltúrinn getur nýst í það. Giska á að 10A hleðsla sé nóg.
Lausnin á því er DC-DC breytir sem er fæddur af upprunalega geyminum og þar með alternatornum í bílnum.
Hann getur síðan skilað út 13,8V til að hlaða seinni rafgeyminn, eða jafnvel 27v til að hlaða yfir þá báða.

Þeir kalla þetta buck converter á Ebay. Hér er einn sem mætti skoða:
http://www.ebay.co.uk/itm/300985791638? ... EBIDX%3AIT

Málið dautt.

Ps
Og til gamans, þá verður hleðslan á rafgeymunum sjálfstæð, ólíkt því sem er í dæmigerðu 24v kerfi þar sem sami hleðslustraumur fer alltaf í gegnum báða rafgeymana.
Svo sé ég ekkert sem mælir endilega með því að rafgeymarnir þurfi að vera eins eða jafn stórir. Aukageymirinn mætti trúlega vera eitthvað kríli.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Startklukka 24/12

Postfrá olei » 20.feb 2015, 11:56

Trúlega væri betra að finna svona breyti með straumtakmörkun þannig að hann ofgeri sér ekki eða sprengi öryggið, við eða rétt eftir start.
Þeir eru líka til:
http://www.ebay.co.uk/itm/121111330412? ... EBIDX%3AIT


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Startklukka 24/12

Postfrá Baldur Pálsson » 20.feb 2015, 16:32

Getur farið sömuleið og þegar lc vélinn er sett í Patta.

viewtopic.php?f=5&p=33479

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Startklukka 24/12

Postfrá Hjörturinn » 20.feb 2015, 16:48

Þakka góð svör, var búinn að steingleyma þessum patrol þræði.

Spurning að breyta bara startarnum í 12 volt, er bara svo skratti skemtilegt hvað þetta ríkur í gang á 24 voltunum :)
En þetta er orðið frekar mikið maus að halda 24V í startið, svo verð ég með vélahitara (sem er 12 volt) þannig ef það er mjög kalt myndi maður láta hann malla smá áður ef maður væri með 12volta start.

Helvítis vesen að þurfa að ákveða svona hluti :)
Dents are like tattoos but with better stories.


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Startklukka 24/12

Postfrá haffij » 20.feb 2015, 18:57

Á Kjartan landcruiserpartasali enga startklukku úr 80 bíl sem þú getur fengið á viðráðanlegu verði?

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Startklukka 24/12

Postfrá Hjörturinn » 20.feb 2015, 22:18

Já það er kannski skoðandi, bara eftir að hafa heyrt verðmiðann í toyota þá útilokaði ég það alveg, kostaði 85 þús minnir mig, partasalar eru oft að bjóða þetta á hálfvirði eða þá rúmann 40 þúsundkall, sem er heldur stíft fyrir notaðann svona part, en þá er maður kannski að gefa sér fullmikið í þessum efnum :)
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir