Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.


Höfundur þráðar
trebatur
Innlegg: 27
Skráður: 22.sep 2014, 11:36
Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
Bíltegund: Ram2500

Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá trebatur » 19.feb 2015, 22:28

Ég er með Dodge Ram 1999árg 2500týpu er að sjæna hann allan til..
Hvert fér maður til að Ryðverja undirvagninn. Er einhver með góða reynslu af þessu?
hvað kostar þetta?




haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá haffiamp » 19.feb 2015, 23:16

Pabbi fór nýlega með 120 cruiser 2003 árg uppá bíldshöfða við hliðina á hlölla og hann borgaði 40 þús...

ég var svo búinn að fá tilboð sjálfur uppá 70 þús í að ryðverja terrano en það er fluid film sem einhver er búinn að vera auglýsa mikið á facebook


HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá HummerH3 » 19.feb 2015, 23:25

Ég prufaði á bíl hjá mér að pensla undirvagn og grind með steikingarfeiti blandaða 50/50 við smurolíu af diesel bíl. Kom furðulega vel út og núna ári seinna perlar allt vatn af undirvagni. Og lítur mjög vel út.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá Sævar Örn » 20.feb 2015, 10:36

Þegar þú talar um að taka "allt í gegn" geri ég ráð fyrir að þú viljir endanlega lausn sem endist

ég hef trú á að ég hafi gert það á mínum bíl 1991 ford explorer

Image

Málað með hálfmatt undirvagnsmálningu frá Poulsen, þrælsterkur fjandi en loðir vel við og fyllir vel í raufar og misfellur, kostar heldur ekki mjög mikið, má fara á bert járn og þarf ekki grunn undir

Ég gufuþvoði botninn og háþrýstiþvoði og skellti þessu á og núna 4 mánuðum seinna perlar enn vatn undir bílnum á málningunni svo ég get ekki ímyndað mér að þetta ryðgi í bráð

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá eyberg » 20.feb 2015, 14:06

Hvar er hægt að gufuþvo undirvagnin svo allt fari af honum til að gera svona?
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá Sævar Örn » 20.feb 2015, 15:13

Ég veit ekki hvar slíkt fæst gert, en ég fékk svoleiðis græju lánaða frá múrara sem notar þessa græju m.a. til að þrífa krass og sprey af veggjum og í undirgöngum, og hún dugði til að losa alla leiðinda drullu svo tók ég restina bara með öflugri háþrýstidælu,

notabene var með boddýið á bílalyftu og ekki á grindinni þannig allar aðstæður voru kjörnar til að komast að
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá Haukur litli » 21.feb 2015, 01:46

Allir ættu ad eiga gufuhreinsivél, nýtist í miklu meira en ég hafdi ímyndad mér fyrst. Algjör snilld ad skella gufu á bletti, næstum alveg sama hvada blettir thad eru, svo er bara ad strjúka thá af/úr eda nudda lítilsháttar.

Svo getur yfirvaldid fengid vélina lánada til ad thrífa í kringum blöndunartækin og annad í eldhúsinu og inni á badi. :P


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá Raggi B. » 21.feb 2015, 20:16

Sævar þessi málning frá Poulsen, málaðir þú með pensli/rúllu eða sprautað á ?
LC 120, 2004

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá Sævar Örn » 21.feb 2015, 22:41

Ég penslaði allt sem ég gat, en þetta efni er líka til á spraybrúsa en það þótti mér ekki þekja jafn vel svo ég notaði það eingöngu þar sem ómögulegt var að koma pensli að
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá thor_man » 22.feb 2015, 10:49

Haukur litli wrote:Allir ættu ad eiga gufuhreinsivél, nýtist í miklu meira en ég hafdi ímyndad mér fyrst. Algjör snilld ad skella gufu á bletti, næstum alveg sama hvada blettir thad eru, svo er bara ad strjúka thá af/úr eda nudda lítilsháttar.

Svo getur yfirvaldid fengid vélina lánada til ad thrífa í kringum blöndunartækin og annad í eldhúsinu og inni á badi. :P

Hvernig græja er þessi gufuhreinsivél, er þetta eitthvað sem fæst á viðráðanlegu verði og hvar þá helst?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.

Postfrá Sævar Örn » 22.feb 2015, 12:15

Þessi græja sem ég fékk lánaða var svipuð og háþrýstidæla og virkar eiginlega eins, en ég get ekki ímyndað mér að hún fáist á verði sem hobbymaður kærir sig um, eigandinn fær líklega einhverjar tekjur inn af notkun græjunnar, enda er hún mjög öflug ég var með hana á 100°c og 90 bar þrýsting og tektíll og málning flaug alveg af
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir