Mæla útleiðslu
Mæla útleiðslu
Hæ ég er að reyna að finna útleiðslu í MMC pajero árg 2001, búinn að slökkva á öllu og taka öll öryggi úr öryggjaboxunum. Samt er bullandi útleiðsla ennþá. Bíllinn er með 2 geyma og ég er bara með annan tengdan þegar ég er að mæla. Ampermælirinn gaf upp öndina en ég nota prufulampa og voltmælir á mínusinn á geyminum, skv fullt af videoum á youtube á ekki að loga á prufulampanum ef allt er í lagi. Góðar hugmyndir eru vel þegnar því geymarnir tæmast á nokkrum klukkutímum sem er hundleiðinlegt.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Mæla útleiðslu
Hefurðu prófað að aftengja alternatorinn?
Hann gæti verið að klikka.
Ef hann er ekki vandamálið þá er líklega farin einangrun á leiðslu einhversstaðar úr því að öll öryggi eru farin úr.
Ef þú átt rafmagnsteikningu yfir bílinn eða getur nálgast hana einhversstaðar getur hún kannski hjálpað við að finna líklegustu leiðslurnar.
Hann gæti verið að klikka.
Ef hann er ekki vandamálið þá er líklega farin einangrun á leiðslu einhversstaðar úr því að öll öryggi eru farin úr.
Ef þú átt rafmagnsteikningu yfir bílinn eða getur nálgast hana einhversstaðar getur hún kannski hjálpað við að finna líklegustu leiðslurnar.
Re: Mæla útleiðslu
Var ekki búinn að útiloka alternatorinn, nennti ekki meiru í gærkvöldi og var einhversstaðar búinn að sjá að það væri mjög ólíklegt að hann færi svona, enda hleður hann á fullu og ekkert óeðlilegt við hann. Hann verður samt útilokaður í kvöld. En hvað er annars eftir lifandi í svona bíl þegar búið er að taka örygin úr. Það er væntanlega lúmmið í öryggjaboxin og raflagnir í kringum alternator og startara. Eitthvað annað sem mönnum dettur í hug. Eru einhverjar líkur að tölvutenging spotti þetta þegar ekkert vélarljós kemur.
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Mæla útleiðslu
Alternator er ansi líklegur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Mæla útleiðslu
Getur ekki verið að það sé gömul þjófavörn eða fjarstýringabox í bílnum sem er að valda þessu? Öryggið fyrir það væri þá á loominu í það undir stýrinu, það var yfirleitt Gemini kerfi í þessum bílum.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Mæla útleiðslu
Jú Haffi það er þannig en breytir engu hvort það er í eða ekki, nú í kvöld fann ég að mótorinn sem hækkar/lækkar framljósin var fastur og að reyna að gera eitthvað, ég lagaði það og núna stendur bíllin úti á hlaði og verður vonandi hvorki brunninn eða rafmagnslaus á morgun. Btv. þessi mótor virðist vinna þó það sé svissað af og lykillinn ekki í svissinum svo vonandi var þetta bara málið. Annars fær eitthvað gott verkstæði hann í hausinn. Er eitthvað sérstakr rafmagnsverkstæði sem menn mundu mæla með í þetta??
Kv Beggi
Kv Beggi
Re: Mæla útleiðslu
ath vel leiðslu frá geymi og frammí öryggjabrettið!
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Mæla útleiðslu
Þessi ljósamótor er mjög líklega ástæðan, en ef ekki, kíktu þá til okkar í Nesradíó ;)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
Re: Mæla útleiðslu
já Haffi það endar sennilega bara með því, bý að vísu austur í Grafningi. En bíllinn er amk. jafn rafmagnslaus og áður. Mér finnst þetta samt skrítið. Þetta er svo mikið að þegar ég ætlaði að ampermæla milli jarðsambands og mínus á geymi, steikti það ampermælinn og leiðslurnar við hann hitnuðu, helv. klúður því ég var búinn að græja mér framlengingu á hann með 7,5 amp öryggi þegar ég var að leyta að útleiðslu í traktor síðasta sumar, en notaði það ekki hélt að það væri varla meira en 10. amp. þarna en ég finn hinsvegar enga hita eða brunalykt neinstaðar. Ég fór á bílnum í bæinn síðasta föstudag, þar stóð hann fyrir utan hús í eina 5 tíma og ekki bar neitt á neinu þegar ég fór heim. Svo á mánudagsmorgun er hann steindauður og þá vonaði ég að það hefí gleymst inniljós eða álíka en eftir hleðslu og notkun á mánudaginn var hann alveg jafn dauður á þriðjudagsmorgun. Hann er samt svo fljótur að tæmast að mér finnst að það eigi að finnast lykt eða sjást neisti, nú eða springa öryggi.
Það jaðrar við að ég sé að verða geðvondur yfir þessu ;)
Kv Beggi
Það jaðrar við að ég sé að verða geðvondur yfir þessu ;)
Kv Beggi
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Mæla útleiðslu
ef það er svona mikill straumur sem er að leka út (10A+) er það líklega einhver stór notandi, svipað og þið eruð að nálgast, ljósastillimótor.
var með svona í Berlingo um daginn, öll öryggi ok, fiktaði í öllum vírum sem ég náði í og tengjum en endaði á afturrúðuþurrkumótor, hann var volgur viðkomu en heyrðist ekkert í honum.
ef daman á verkstæðissímanum hjá Brimborg-Citroen sér þetta þá ertu snillingur :D
var með svona í Berlingo um daginn, öll öryggi ok, fiktaði í öllum vírum sem ég náði í og tengjum en endaði á afturrúðuþurrkumótor, hann var volgur viðkomu en heyrðist ekkert í honum.
ef daman á verkstæðissímanum hjá Brimborg-Citroen sér þetta þá ertu snillingur :D
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Mæla útleiðslu
já það eru ótrúlegustu hlutir sem fá spennu þrátt fyrir að rofinn sé kominn í neutral stöðu, t.d. rúðuþurrkur, þær klára alltaf sitt cycle, og ljósastefnustillir, sjálfvirk loftnet ofl ofl, þau geta verið erfið í greiningu en ég tel víst að þið séuð á réttri leið
Svona ljósastillimótor sem er fastur getur sennilega dregið að sér 10a eða meira jafnvel, þó hann dragi ekki nema 5 þegar allt er í lagi.
Svona ljósastillimótor sem er fastur getur sennilega dregið að sér 10a eða meira jafnvel, þó hann dragi ekki nema 5 þegar allt er í lagi.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Mæla útleiðslu
Ertu búinn að prófa alternatorinn díóðubrettið er algengt vandamál.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Mæla útleiðslu
Já búinn að aftengja alternatorinn svo hann er ekki málið, finnst athyglisverður punktur með afturrúðuþurrkumótor og það dæmi allt saman. Skil samt ekki af hverju hann dettur ekki út við að taka örygið úr en fer næst í það að aftengja þessa hluti alla. Er samt hels orðinn á því að leiðsla hafi nuddast og nái í jörð. Dettur það m amk í hug eftir að hafa viðnámsmælt draslið aðeins. Næst er að reyna að rekja það einhvernveginn.
URR Beggi
URR Beggi
Re: Mæla útleiðslu
naffok wrote:Skil samt ekki af hverju hann dettur ekki út við að taka örygið úr
Sammála því. Mér hefur sýnst að í nýrri bílum séu eiginlega allir skapaðir hlutir á öryggjum, meira að segja alternatorinn, og jafnvel í einhverjum tilfellum startarinn, þó það síðasta eigi nú kannski frekar við minni bíla þar sem startarinn er lítið stærri en rúðuþurrkumótor í stórum jeppa.
Ath. hinsvegar að það getur verið fleira en eitt öryggjabox; algengt að það sé eitt fram í húddi með stórum öryggjum, fyrir t.d. alternator og aðra stórnotendur, og svo annað inni í bíl með minni öryggjunum, og ég myndi ekki sverja fyrir það að einhverjir framleiðendur dreifi þeim víðar. Fyrir svo utan að allskonar aukabúnaður er oft með "inline" öryggjum í leiðslunum að tækjunum. Notendahandbókin ætti að geta vísað þér á öll "original" öryggjabox, og ef þú getur grafið upp raflagnateikningu / service manual ætti að mega sjá nákvæmlega hvaða notendur og lagnir eru ekki á öryggjum.
naffok wrote: Er samt hels orðinn á því að leiðsla hafi nuddast og nái í jörð.
Það hljómar orðið líklega, já. En með því að fjarlægja öll öryggi ættir þú að geta útilokað stærstan hluta af rafkerfinu og einbeitt þér að því að rekja þær lagnir sem útaf standa.
--
Kári.
Re: Mæla útleiðslu
Eru nokkuð hurðarlæsingarnar í botni við að opna bílinn ?
Prófaðu að loka hurðinni og reyna að læsa honum með puttunum og sjáðu hvort það gengur.
Gæti hafa losnað af rofinn sem er aftan á hurðarcylendernum og þá annað hvort reyna þeir non stop að læsa eða opna.
Prófaðu að loka hurðinni og reyna að læsa honum með puttunum og sjáðu hvort það gengur.
Gæti hafa losnað af rofinn sem er aftan á hurðarcylendernum og þá annað hvort reyna þeir non stop að læsa eða opna.
Re: Mæla útleiðslu
Neibb, ekki hurðalæsingarnar, búinn að tékka á því. Já Kaos það er allt orðið á sér öryggjum og fullt af þeim. Í þessum bíl eru 3 öruggjabox, tvö fram í húddi og eitt inn í bíl plús ein þrjú öryggi sem eru á leiðslum, en búinn að rífa þetta allt úr og allar perur líka. Næsta skref er að endurnýja AVO mælirinn og fara að viðnámsmæla leiðslur, ef einhver leiðir í jörð þá finnst það vonandi þannig.
kv Beggi
kv Beggi
Re: Mæla útleiðslu
Þú þarft að verða þér úti um ampertöng með stórum kjafti sem nær utan um þokkaleg lúm í heilu lagi. 4-600A tengur ná því. Svoleiðis græja er ekki í neinum vandræðum með að mæla straum kringum 5-10A ef þú passar þig á að núlla töngina. Síðan gengur þú á lúmin og rekur þig þar til þú finnur hvað er að taka svona mikinn straum. Gott að hafa rafkerfisteikningu við hendinga. Maður fær vissulega ruglingslegar mælingar með því að mæla heilu lúmin þar sem straumur er í sumum tilvikum að fara fram og til baka, gott að hafa það í huga.
Fyrir skemmstu rakti ég útleiðslu í bíl með ampertönginni, sú leit endaði í miðjum síls þar sem einhver hafði stungið boddískrúfu til að festa einhverju plastdrasli. Sú skrúfa var í gegnum mitt lúmið fyrir afturljósin og olli verulegum draugagangi. Svona bilanir er rosalega erfitt að finna nema mæla þær út.
Svo er alltaf gott að velta því fyrir sér hvort eitthvað hefur verið gert við bílinn nýlega, einhverju fest í hann, ísetning á einhverjum tækjum og fókusa á hvenær vandamálið hófst. Tékka á kerrutengli og auka-rafbúnaði ef einhver er til staðar.
Fyrir skemmstu rakti ég útleiðslu í bíl með ampertönginni, sú leit endaði í miðjum síls þar sem einhver hafði stungið boddískrúfu til að festa einhverju plastdrasli. Sú skrúfa var í gegnum mitt lúmið fyrir afturljósin og olli verulegum draugagangi. Svona bilanir er rosalega erfitt að finna nema mæla þær út.
Svo er alltaf gott að velta því fyrir sér hvort eitthvað hefur verið gert við bílinn nýlega, einhverju fest í hann, ísetning á einhverjum tækjum og fókusa á hvenær vandamálið hófst. Tékka á kerrutengli og auka-rafbúnaði ef einhver er til staðar.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur