Síða 1 af 1
					
				flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 15.feb 2015, 20:50
				frá HummerH3
				Sælir. Gèt komist í heilan haug af 2-3 ára gömlu flugvéla bensíni. Má ég/gét ég keyrt hummerinn minn á þessu?
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 15.feb 2015, 21:47
				frá olei
				Ég er ekki 100% viss en síðast þegar ég vissi var blessað flugvélabensínið stútfullt af blýi. Súrefnisskynjurum og hvarfakútum er mein illa við svoleiðis. Ég held að svarið sé því nei.
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 15.feb 2015, 23:12
				frá Lindemann
				Það skemmir ekki vélina en það er rétt sem sagt er hér að ofan að blýið eyðileggur súrefnisskynjara í pústi og stíflar hvarfakúta.
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 15.feb 2015, 23:20
				frá HummerH3
				Borgar dæmið sig þá varla? Var boðið á 50kr líterinn og bílinn er hjá mér í 25-30 í eyðslu núna...súrefnis skinjararnir eru um 45þùs og kvarfakúturinn er vìst mjög svo dýr...
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 15.feb 2015, 23:30
				frá BTF
				2-3 ára gamalt bensín er að öllum líkindum ónýtt. Bæði fellur gufuþrýstingurinn á bensíni með tímanum auk þess sem það oxast og þá fellur út úr því drulla sem getur stíflað og skemmt spíssa og annað þvíumlíkt.
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 16.feb 2015, 08:26
				frá jongud
				Þetta væri nothæft á gamlan Ferguson og e.t.v. Volvo B-18 og -20 en varla neitt annað...
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 16.feb 2015, 09:36
				frá biturk
				Væri hægt að nota svona á gamlan blöndungs hiace?
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 16.feb 2015, 14:16
				frá baldur
				Fínt á gamlan bíl sem hefur hvorki súrefnisskynjara né hvarfakút. Er þó með mun lægri gufuþrýsting en bílabensín og gæti verið erfitt í gangsetningu í kulda.
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 16.feb 2015, 17:30
				frá byzant
				Sælir, Súrefnisskynjarnir fara nánast eins og skot, veit nú svosum ekki með hvernig það fer í hvafakútinn enn eflaust ekki sniðugt.
Enn ég er til í að kaupa allt flugvélabensín sem er í boði 
Björgvin S.6636835
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 16.feb 2015, 17:31
				frá BTF
				Gamalt bensín getur líka gum-að blöndunga eins og spíssa. Auk þess er gufuþrýstingur á Avgasi, að mig minnir, á milli 40-50 kPa þegar það er nýtt en um 70 kPa á sumarbensíni og um 100 kPa á vetrarbensíni. Það má því ekki við því að falla mikið.
			 
			
					
				Re: flugvéla bensín á bílinn?
				Posted: 18.feb 2015, 11:37
				frá baldur
				Góð leið til að sjá hvort oxun á bensíni hefur átt sér stað eða ekki er að taka sýni í glært glas og skoða litinn á því. Nýtt bensín er glært og litarlaust en það gulnar með aldrinum. Flugvélabensínið er með litarefni sem gerir það blátt þegar það er nýtt en verður grænt þegar gulnunin á sér stað.