Síða 1 af 1
Spurningar um skoðun..slökkvitæki, sjúkrakassi, drullusokkar
Posted: 02.jan 2011, 21:43
frá -Hjalti-
Þarf slökkvitæki í breyttum jeppa að vera staðsett á eitthverjum sérstökum stað til að fá það samþykt í skoðun?
Í sambandi við sjúkrakassa , hvar er best að fá kassa sem henta í jeppan ?
og eitt í viðbót , er nauðsinlegt að vera með drullusokka fyrir frammhjólin ef bíllinn er með stór og öflug stigbretti ?
Re: Spurningar um skoðun..slökkvitæki, sjúkrakassi, drullusokkar
Posted: 02.jan 2011, 22:39
frá jeepson
held að þú þurfir ekki sokka að framan ef stigbrettin eru nógu breyð. Ég hef allavega sloppið þannig. En hvað slökkvitækið varðar þá er bara að hafa það á góðum stað þar sem er gott að ná í það ef kveiknar í. Það er t.d á afturhleranum í mínum bíl. Þannig að um leið og maður opnar hann er lítið mál að grípa tækið.
Re: Spurningar um skoðun..slökkvitæki, sjúkrakassi, drullusokkar
Posted: 03.jan 2011, 00:37
frá birgthor
Málið er nú þannig að ef það kveiknar í bílnum hjá þér þá hefurðu örfár sekúndur til þess að reyna slökkva svo er bara að forða sér í burtu. Ég hef alltaf fest tækin í mínum bílum framaná bílstjórasætið eða farðegasætið, þannig að maður geti rifið það laust frá bílstjórasætinu.
Ef tækið er aftur í skotti er líklegast ekki nægur tími til þess að stoppa sækja það og slökkva.
Re: Spurningar um skoðun..slökkvitæki, sjúkrakassi, drullusokkar
Posted: 03.jan 2011, 09:35
frá hobo
Ég slapp í gegn með lítinn toyota sjúkrapúða, ég festi hann og slökkvitækið í skottið.