Sæfinnur wrote:Sammála síðasta ræðumanni. Mér finnst hinnsvegar eini gallinn að hann rásar finnst mér aðeins meira á þeim en BF Goodrich dekkjunum sem ég var á áður.
Fyrir þónokkuð mörgum árum þá var ég með BF Goodrich, sumardekkin fínmunstruð en vetrardekkin grófmunstruð.
Þessi grófmunstruðu voru fín í akstri en fínmunstruðu dekkin voru ömuleg, stanslaus barningur við stýrið til að tolla á veginum. Þessi dekk voru jafn gömul en munaði þessu í akstri.
Þegar er verið er að bera saman dekk þá er gott að taka fram hvernig dekk er verið að tala um, tegund, undirheiti, stærð, sami framleiðandi en kanski margar útgáfur af dekkjum.