Síða 1 af 1

dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 10.feb 2015, 11:48
frá andrib85
Sælir spjallverjar. Hvað má Dodge RAM 1500 HEMI draga Þúngan aftanívagn?

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 10.feb 2015, 12:21
frá svarti sambo
Stendur það ekki í skráningarskirteininu. Ætti að standa þar, nema að þú sért að miða við stól.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 10.feb 2015, 12:47
frá andrib85
svarti sambo wrote:Stendur það ekki í skráningarskirteininu. Ætti að standa þar, nema að þú sért að miða við stól.

Ég hef ekki aðgang að slíkum bíl. var að vona að einhver sem ætti slíkan bíl gæti svarað spurningunni

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 10.feb 2015, 16:46
frá Kárinn
fletti ihg36 upp hann er 2007 motel sem felagi minn a hann ma draga 3000 kg

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 08:27
frá andrib85
Kárinn wrote:fletti ihg36 upp hann er 2007 motel sem felagi minn a hann ma draga 3000 kg

Það er heldur minna en èg bjóst við. Isuzu D-max má draga jafn mikið

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 08:53
frá svarti sambo
Ég verð nú að segja það, að ég er nú ekki alltaf að skylja þessar skráningar, varðandi dráttargetu bíla. Þetta á að fara eftir þyngd bíls og bremsubúnaði, en svo er maður að sjá skráningar á bílum sem eru fis, en þeir meiga kannski draga þyngri hluti, en þyngri bílar meiga draga. Þó svo að bíll sé með túrbo bremsubúnað, þá getur hann varla virkað vel, ef það vantar þyngdina í bílinn, til að auka veggripið.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 08:57
frá jeepcj7
Frá verksmiðju má svona bíll draga 10400 pund sem er um 4700 kg þannig að líklega er þessi takmörkun vegna dráttarbúnaðar/beislis sem er á honum,50 mm kúla er ekki maxið á hana 3500 kg?

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 09:13
frá svarti sambo
Ég man svo sem ekki tölurnar á kúlunni, en hefðbundin kerrulæsing er með togþol uppá 2500kg og beint átak niður á kúlu, er 500kg. Varðandi kúluna sjálfa, þá hlýtur það að fara eftir málmblöndunni. Þær eru nú ekki merkilegar kúlurnar á sumum trailervögnunum. En þar er það sjálfsagt blandan sem ræður styrknum. Sjálfsagt hardox 400 eða eitthvað álíka.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 09:34
frá andrib85
jeepcj7 wrote:Frá verksmiðju má svona bíll draga 10400 pund sem er um 4700 kg þannig að líklega er þessi takmörkun vegna dráttarbúnaðar/beislis sem er á honum,50 mm kúla er ekki maxið á hana 3500 kg?

Miðað við það þá má Ford F350 bara draga 3500k. ? Nema hann sé að nota stól til að draga

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 09:39
frá ivar
Þetta er tilfellið.
Má bara draga 3500kg á kúlu, sama hvað bíllinn getur.
Getur farið með einhverja sönnun þess að framleiðandi meti bílinn hæfari í meiri drátt en stendur í skráningarskírteini og fengið skráð upp að því, svo lengi sem það fari ekki yfiri 3500kg.

Varðandi það að bílar séu að draga meira en þeirra eigin þyngd þá er það ekkert fráleitt, enda á vagninn að vera sjálfum sér nægur með bremsubúnað. Allt yfir 750kg skal hafa bremsur.
Allt getur þetta samt farið í öfgar.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 09:56
frá villi58
Það eru til sverari dráttakúlur í USA. væntanlega eru þær fyrir meiri þunga, mundi halda það.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 16:20
frá ivar
En það samræmist ekki íslensku reglugerðunum þannig að þó svo að þær þyldu 100t mætti bara draga 3,5 hér á landi.
Næsti flokkur var auga og pinni ef ég man þetta rétt.

Eru reyndar líka einhverjar kúlur sem fara inná pallinn hefur mér sýnst (svipað og stóll). Veit ekki hvernig löggjafin hér meðhöndlar það.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 11.feb 2015, 21:31
frá andrib85
þetta veltur ekki á því hversu öflug kúlan er, ástæðan er sú að vagnar með þessum hefðbundna bremsubúnaði eins og við þekkjum hér meiga ekki fara yfir 3500kg. Til þess að geta verið með þyngri afnanívagn þarf bremsubúnaður ökutækisins að vera tengdur/samstilltur bremsubúnaði vagnsins. Èg hringdi af forvitni í Frumherja og spurðist fyrir um þetta. En sá sem èg talaði við var samt ekki alveg með þetta á hreinu og gat t.d. ekki svarað því hvers vegna bíll eins og RAM 1500 mætti ekki draga meira en 3000kg þó svo að frammleiðandin segi að ökutækið megi draga um 4500kg

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 12.feb 2015, 14:04
frá ivar
ég fór með minn F350 sem var skráður 2260kg dráttargetu niður í Tékkland.
Þar dró ég fram manualinn á bílnum þar sem stendur að dráttargetan sé meiri benti svo skoðunarmanninum á merkinguna á stuðaranum þar sem stendur "2260kg bumper capacity only".
Á prófílbeislinu stóð svo 5t dráttargeta og fékk ég þá vandræðalaust uppgefna dráttargetu skráða upp í 3500kg, eða hámarkið á kúlu.
Kostaði par þúsundkalla.

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 12.feb 2015, 14:37
frá Hjörturinn
Sælir.

Fór með 60 cruiser sem ég átti til að fá skráða dráttargetu, þá var það eina sem menn horfðu á var hvað kúlan var gefinn upp fyrir mikið, en hann mátti semsagt draga 3.5 tonn útaf því það stóð á kúlunni, litu ekki einusinni á dráttarbeislið sjálft, hefði alveg eins geta verið kíttað undir þeirra vegna.

Frekar asnalegt verklag á þessu öllu hjá þeim

Re: dodge RAM 1500 5.7 dráttargeta

Posted: 12.feb 2015, 15:32
frá ivar
Já, svoldið sammála því en á sama tíma erfitt að koma með tillögu að öðru fyrirkomulagi nema þá að banna allt nema það sem er smíðað af framleiðenda. Ekki væri það gott fyrir okkur.