Síða 1 af 1

Renniverkstæði með dekkjavél

Posted: 07.feb 2015, 08:12
frá kaos
Sælt veri fólkið,

Vita menn af einhverju renniverkstæði með dekkjavél, eða staðsett við hliðina á dekkjaverkstæði, sem menn geta mælt með? Málið er að ég þarf að láta renna ögn út úr miðjugatinu í tveim felgum, en felgurnar eru með 33" dekk á, og undir bílnum. Framnöfin eru með stýringu í miðjugatið, en ekki að aftan, og fyrri eigandi hafði aðeins látið renna úr tveim felgum. Nú þarf ég hinsvegar að víxla dekkjum, en eins og er þýðir það umfelgun á öllum ganginum.

--
Kveðja, Kári.