Suzuki Grand Vitara breyting


Höfundur þráðar
Hjallij
Innlegg: 14
Skráður: 27.feb 2012, 19:46
Fullt nafn: Hjálmar Jóhannsson
Bíltegund: Nissan

Suzuki Grand Vitara breyting

Postfrá Hjallij » 06.feb 2015, 18:25

Góðan daginn
Hvað þarf að gera til að koma Suzuki Grand Vitara á 32-33"dekk?




kaos
Innlegg: 125
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Suzuki Grand Vitara breyting

Postfrá kaos » 06.feb 2015, 19:26

Ég fékk minn á 33", þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað þurfti til, en það sem mér sýnist hafa verið gert: 2" upphækkunarsett (klossar undir gorma og framdempara, soðið viðbótarauga á afturdemparana), mikið klippt, þ.á.m. inn í fótarýmið fram í (ég þarf að opna það aftur og ganga betur frá því hjá mér; það lekur núna), breyttir og trúlega eitthvað síkkaðir samsláttarpúðar að aftan, brettakantar.

Ath. að það þarf að skoða vel felgurnar sem á að nota, a.m.k. ef á að fara í 15" felgur. Felgurnar sem ég fékk með bílnum passa alveg, en ég keypti annan felgugang fyrir sumardekk og uppgötvaði svo að þær rekast í bremsudælurnar að framan ef klossarnir eru nýir.

--
Kveðja, Kári.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 55 gestir