Síða 1 af 1

leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 31.des 2010, 13:24
frá arntor
ég er mikid búinn ad vera ad leita á netinu og hef ekkert fundid. veit einhver hversu stórum dekkjum má aka á í eftirfarandi londum. danmork, thýskalandi, frakklandi, spáni og portúgal?

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 11:36
frá juddi
Sagan segir að Benni(bílabúð benna) hafi verið hyrtur í þýskalandi og fluttur á trailer restina af leiðinni í gegnum þýskaland

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 11:39
frá stjanib
Ég heyrði einhverstaðar 35" væri það stærsta. Sel það ekki dýrara en ég keypti það....

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 11:45
frá jeepson
Þegar ég bjó í noregi sá ég allavega 2 á 38" Frændi minn ætlaði að fara til dk í frí með familíuna á econoline sem er breytingarkoðaður fyrir 44" Hann ætlaði að fara út á 38" en aðþví að bíllinn er breytinga skoðaðaur fyrir 44" þá varð hann að fara út á ´bilnum á 44" dekkjunum og bíllinn varð að vera full skoðaður. Endurkoðun var ekki tekin gild.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 12:34
frá arntor
tannig ad ef bíllinn er breytingaskodadur fyrir segjum 42", og hann er med fulla skodun, tá á ég ad geta sýnt fram á ad hann sé loglegur og eigi ekki ad eiga neitt vesen med tad?

en annars, er kannski naesta skref hjá mér ad tala vid eitthvert sendirád?

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 14:45
frá Fordinn
Ef bíllinn er breytingaskoðaður á segjum 38" dekkjum þá má hann keyra um i evrópu á þeim dekkjum þar sem hann er löglega skráður hér á íslandi. hinsvegar eru þeir ekkert hrifnir af þessum ökutækjum þarna úti svo menn mega buast við þvi að bílarnir seu skoðaðir vel og þá er eins gott að hafa almennilega drullusokka, brettakannta sem hylja dekkin og allt eftir þvi. mig minnir að það stærst sem menn i evropu mega keyra a se 35" þótt eg se ekki 100% viss um öll löndin.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 15:32
frá jeepson
arntor wrote:tannig ad ef bíllinn er breytingaskodadur fyrir segjum 42", og hann er med fulla skodun, tá á ég ad geta sýnt fram á ad hann sé loglegur og eigi ekki ad eiga neitt vesen med tad?

en annars, er kannski naesta skref hjá mér ad tala vid eitthvert sendirád?


Já ef bíllinn er breytingaskoðaður fyrir 42" þá verðuru að vera með 42" undir honum úti. Þú mátt ekki t.d setja 44" eða 38" og fara út á honum þannig.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 17:13
frá Fordinn
svo eru sumir bílar skráðir á 2 dekkjastærðir ef þeir eru med þartilgerðann hraðamælabreytir!!!

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 17:17
frá arntor
já ég held ad ég verdi allavega ad verda alveg viss ádur en ég legg í tetta, tad vaeri slaemt ad vera stoppadur af einhversstadar á midri leid

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 01.jan 2011, 17:45
frá Startarinn
Ég spurði einusinni portúgala um þetta, hann sagði að þar væri meiriháttar vesen að setja stærri dekk undir bílana, það þarf að fá viðurkenningu frá framleiðanda um að bíllinn ráði við dekkin sem er víst ekki auðvelt, annars skilst mér að það væri ekkert mál að flytja bíl inn sem er skráður á viðkomandi dekk í landinu sem hann er fluttur inn frá.
En ég held að í Þýskalandi séu reglurnar þannig að bílarnir verða að vera á nákvæmlega dekkjunum sem bíllinn er skráður á, sama hvort sé um að ræða fólksbíl eða jeppa

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 02.jan 2011, 01:47
frá Einar
Það eru tveir ólíkir hlutir hvað er leyft að gera við bíl sem er skráður í landinu eða hvernig farartækjum skráðum í öðrum löndum er leyft að aka í gegn.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 02.jan 2011, 04:51
frá Sævar Örn
Það var að skrá sig á spjallið hjá mér Hollendingur með súkku á 37" án teljandi vandræða skilst mér...

Bíllinn hans er skráður og skoðaður í Hollandi en hann hefur nokkrum sinnum siglt með hann til Íslands til að ferðast, bæði um sumar sem og vetur.

http://sukka.is/e107_plugins/forum/foru ... .php?15160

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 02.jan 2011, 11:20
frá arntor
skemmtilegur trádur á súkkuspjallinu med tennan hollending. tetta er tá bara spurning um ad vera med alla pappíra alveg á hreinu og láta vada.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 02.jan 2011, 11:36
frá Skúli
Eins og Einar bendir á er þetta tvennt, annars vegar hvort hægt sé að fá bíla á stærri dekkjum skráða í viðkomandi landi og svo hins vegar hvort hægt sé að koma með breyttan bíl sem er löglega skráður á Íslandi. Held að rétt sé að þetta síðarnefnda sé yfirleitt ekki vandamál, en einmitt heyrt það sem bent er á hér að mikilvægt sé að brettakantar hylji dekkin og drullusokkar í lagi og auðvitað bíllinn almennt í góðu standi. Olíuleki er líka líklegur til að valda pirringi.
Hins vegar þetta með reglur um breytingar þá skilst mér að það sé nokkuð breytilegt milli Evrópulanda þannig að það sem gildir í einu landi þarf ekki endilega að gilda í öðru. Ég hef t.d. heyrt að reglur í Bretlandi séu nokkuð opnar, en bílarnir þurfi hins vegar að standast ákveðin próf. Sá misskilningur heyrist stundum að um þetta gildi einhverjar evrópusambandsreglur en svo er ekki, það eru sjálfstæðar reglur í hverju landi.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 19.jan 2011, 11:00
frá einmanna
sælir ég fór að vinna í noregi og tók bílinn með mér sem er l200 38"keyrði um noreg ,danmörk ,svíþjóð og rétt inn í þýskaland var að sjálfsögðu stoppaður í öllum löndum nema þýskalandi en fór bara rétt þar inn og ekki alveg að marka.
skoðunarskírteini og trygginga blöð var það eina sem ég þurfti að sýna og íslenskt vegabréf.
ekkert vandamál óskuðu mér bara góðrar ferðar.
en lenti í því eitt sinn í noregi að vera stoppaður með kerru og enga pappíra fyrir hana það tók mig smá tíma að redda því
en var bara gert á staðnum með nokkrum símtölum.
En var sagt að ef allir pappírar eru í lagi frá íslandi þá er mer frjálst að ferðast þangað sem ég vil sem ferðamaður en norðmaður mætti ekki vera á bílnum.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 20.jan 2011, 18:46
frá ierno
Mér skilst að ástæðan fyrir því að 37" sé það stærsta sem finnst í Evrópu sé að þau eru það stærsta sem einhverjum hefur dottið í hug að fá ce-vottað. Stærri dekk eru yfirleitt dot-vottuð, sem er amerísk vottun, og ekki tekin gild í Evrópu nema á Íslandi.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 20.jan 2011, 19:18
frá jeepson
ierno wrote:Mér skilst að ástæðan fyrir því að 37" sé það stærsta sem finnst í Evrópu sé að þau eru það stærsta sem einhverjum hefur dottið í hug að fá ce-vottað. Stærri dekk eru yfirleitt dot-vottuð, sem er amerísk vottun, og ekki tekin gild í Evrópu nema á Íslandi.


Það útskýrir afhverju norðmenn keyra ekki á stærri dekkjum en 37"

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 20.jan 2011, 20:50
frá Stebbi
ierno wrote:Stærri dekk eru yfirleitt dot-vottuð, sem er amerísk vottun, og ekki tekin gild í Evrópu nema á Íslandi.


Ég legg til að nota augnarblikið og njóta þess að vera ekki enþá hluti af Evrópu og hleypa úr DOT merktu dekkjunum okkar, þó það sé bara úti á plani. Hver veit nema að þau verði ólögleg einn daginn þegar við vöknum.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 20.jan 2011, 21:36
frá jeepson
Stebbi wrote:
ierno wrote:Stærri dekk eru yfirleitt dot-vottuð, sem er amerísk vottun, og ekki tekin gild í Evrópu nema á Íslandi.


Ég legg til að nota augnarblikið og njóta þess að vera ekki enþá hluti af Evrópu og hleypa úr DOT merktu dekkjunum okkar, þó það sé bara úti á plani. Hver veit nema að þau verði ólögleg einn daginn þegar við vöknum.


Við eigum aldrei eftir að fara í eu. Landinn mun neita því :)

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 20.jan 2011, 21:39
frá juddi
En AT dekkin hvað gæða kína stimpill er á þeim

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 30.jan 2011, 19:20
frá Lindemann
Sennilega eru AT dekkin merkt CE, en þó ekki hin rétta CE merking evrópusambandsins........Það eru nefnilega margir hlutir, framleiddir í kína, með þessa merkingu sem stendur þá í þeim tilfellum fyrir "Chinese Export".

Ég hef nú ekkert fyrir mér í þessu með AT dekkin, en dettur það nú bara í hug. Þar sem þetta er algengt með hluti frá kína.


Svo er nú spurning, þar sem arctic trucks eru orðnir stórir í noregi hvort þeir hafi látið ce votta þau.

Re: leyfileg dekkjastaerd í evrópu

Posted: 31.jan 2011, 12:28
frá hmm
Það er búið að keyra Ford F350 á 49" dekkjum frá Danmörku til Úkraínu án vandamála. Bíllin var á Íslenskum númerum en umskráður í Úkraínu þegar þangað var komið.