hilux 2.4 disel


Höfundur þráðar
stefansolvi
Innlegg: 2
Skráður: 03.feb 2015, 19:59
Fullt nafn: stefán sölvi sverrisson
Bíltegund: hilux

hilux 2.4 disel

Postfrá stefansolvi » 03.feb 2015, 20:33

Sælir, eða sælar startarinn fór hja mér i hilux 2.4. ég er með mis stóra geima i honum gæti það verið málið ?




Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá Gunnar00 » 03.feb 2015, 20:49

Hvernig eru þeir tengdir?
það er hægt að tengja þá þannig að þú færð meiri amp. það ætti ekki að eyðileggja startarann.
hinsvegar er líka hægt að tengja þá þannig að þú færð 24v, en þá myndi það grilla meira en bara startarann.
Þannig að það er ólíklegt að það sé sökin.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá villi58 » 04.feb 2015, 07:35

Gunnar00 wrote:Hvernig eru þeir tengdir?
það er hægt að tengja þá þannig að þú færð meiri amp. það ætti ekki að eyðileggja startarann.
hinsvegar er líka hægt að tengja þá þannig að þú færð 24v, en þá myndi það grilla meira en bara startarann.
Þannig að það er ólíklegt að það sé sökin.

Útskírðu hvernig þú tengir til að fá meiri amper.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá jongud » 04.feb 2015, 08:35

Ef þú hliðtengir geymana (tengir plús við plús og báða mínusana í jörð) þá ertu með 12 volt og fleiri amper.
Á myndinni heitir þetta "parallel"
Ef þú raðtengir geymana (setur saman plús og mínus á sitthvorum og svo það sem afgangs er plús í straum og mínus í jörð) þá færðu 24 volt.
á myndinni heitir þetta "series"
Image

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá svarti sambo » 04.feb 2015, 09:02

Ef maður hliðtengir t.d. tvo 90A geyma, þá ertu með rýmd uppá 180A í 12V kerfi. En það segir ekki allt þegar kemur að starti. Þeir þurfa að vera nægilega stórir í CCA, til að maður sé ekki með slaft start. Það er CCA sem skiftir mestu máli varðandi startið, en ekki hvort að hann sé 80 eða 95A, þó að það skifti líka máli. Það er aldrei gott að vera með mis stóra geyma, og alls ekki á 24V kerfi. Varðandi CCA, þá þarf það t.d að vera lágmark 850 fyrir minn bíl. Og þar af leiðandi ekki auðvelt að fá í hann geymir.

Varðandi startarann, þá skemmir fjöldi geyma hann ekki. það er eitthvað annað. t.d. lélegt samband, útleiðsla eða þess háttar. Eða bara ónýtir geymar.

CCA er aflið sem hver geymir gefur í kald starti við -18°C.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá dazy crazy » 04.feb 2015, 18:52

þú ert held ég svolítið að rugla amperstundum og amperum saman. Venjulegur bílageymir er oft í kringum 800 amper en kannski 80 amperstundir. Það þýðir að hann endist í ca. 6 mínútur á fullu álagi.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá svarti sambo » 04.feb 2015, 21:19

dazy crazy wrote:þú ert held ég svolítið að rugla amperstundum og amperum saman. Venjulegur bílageymir er oft í kringum 800 amper en kannski 80 amperstundir. Það þýðir að hann endist í ca. 6 mínútur á fullu álagi.


Nei.
Það sem þú kallar 80AH er rýmdin, en 800amp er hversu mikið er hægt að taka í einu miðað við -18°C og er kallað kaldstart. Geymar eru misjafnlega uppbyggðir. Samanber annarsvegar startgeymir eða neyslugeymir. Neyslugeymir er ekki hægt að nota sem startgeymi, en virkar fínt til að láta ljós loga eða halda einhverju tæki í gangi í x tíma. Fer hægt út af þeim, á meðan startgeymir dúndrar miklu afli í einu.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá dazy crazy » 05.feb 2015, 17:14

var að tala um gunnar ;)

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: hilux 2.4 disel

Postfrá svarti sambo » 05.feb 2015, 17:24

dazy crazy wrote:var að tala um gunnar ;)


Ég veit það, en það eru svo margir sem horfa bara í amperstundirnar og ekkert annað. Var bara að reyna að útskýra þetta fyrir þá sem ekki vita.
Tók þessu ekkert illa. bara að útskýra.
Síðan hækkar kaldstart talan við heitara loftslag. En amperstundirnar lækka eftir aldri og meðferð.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir